Vinkona mín kom með svona á Humarhátíð á Höfn hérna um árið. Hef breytt og bætt uppskriftina lítillega síðan þá. Er ögn hollari í minni útgáfu.
Uppskriftin miðast við tvöfalda uppskrift því maður
þarf hvort sem er að kaupa í hana – hægt að geyma innihaldið í einhvern
tíma ef ákveðið er að gera einfalda.
Hráefni:
2 pakkar tortillukökur (16 stk)
2 5% sýrður rjómi
Púrrulaukssúpa
Poki af rifnum osti
Ein dolla af Bónus rjómaost (15-17%)
1-2 stk af púrrulauk (1 risastór eða 2 litir eða 1,5 meðal)
1-2 dollur af salsa sósu eftir smekk til þess að setja ofan á
Aðferð:
Sýrður rjómi settur í skál og hrært, dass af
púrrulaukssúpu sett í til þess að fá krydd og bragð. Best að hafa þessa blöndu vel sterka því síðan bætist við hitt jukkið.
Rjómaosti bætt í og
hrært saman – síðan er púrrulaukurinn skorin smátt og sett í. Í lokin
er osturinn settur í.
Þetta er síðan sett á kökurnar og þær skornar í 6-8 þríhyrninga með góðum hníf eða pizzaskera. Passa að setja ekki á alla kökuna út í enda því gumsið klessist þegar kakan er skorin.
Þessu er síðan raðað fallega á bakka og flott að setja skorin graslauk á bakkann.
Mæli með að prófa þetta um helgina og opna bjór með....verður svo miklu betra þannig.
Love it! Jummí hlakka til sumarsins :)
ReplyDelete