Monday, September 3, 2012

Ostapizza

Ég er búin að vera mikið á flakkinu í sumar og þá aðallega í bústöðum hér og þar um landið.
Oft nenni ég ekki að vera elda stórsteikur og þá fannst mér fínt að kaupa frosna margaritu pizzur og eiga i frystinum. Þetta skiptið var bara til frá euroshopper og þær eru bara mjög fínar.
Síðan bætti ég á þetta nokkrum tegundum af ostum, t.d. mexíkó ost og camenbert. Smá paprikubitum og inn í ofn. Þegar osturinn er bráðnaður en pizzan tekin út og slatti af ruccola skellt á og borðað með chili sultu. Alveg nauðsynlegt

Og ekki er verra að fá sér smá hvítvín með þessu

No comments:

Post a Comment