Monday, August 20, 2012

Appelsínukaka/möffins

Notaði snilldargrunnuppskriftina mína í appelsínukökur og möffins í sumar. Mér finnst ekkert sumarlegra en að bjóða upp á möffins í útilegum og sumarbústöðum
Uppskriftin:
1 2/3 bolli hveiti
1 bolli sykur
0,5 bolli púðursykur
0,5 bolli olía
1,5 bolli karmellusúrmjólk
1,5 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
2 egg
100 gr. suðusúkkulaði
Rifinn börkur af einni appelsínu

Allt sett í skál og hrært saman í nokkrar mín - deigið verður mjög þunnt.

Formkaka: Sett í vel smurt form og inn í ofn í 180 gráður í 35-40 mín eftir ofnum.
Möffins: Síðan er þetta sett í múffubréf inn í ofn á 180 gráðum í 8-10 mín eftir ofnum. Vill bara hafa þær svona rétt brúnar að ofan.

Þetta verður svo mjúkar og léttar kökur......enda ekkert smjör til að þétta.

No comments:

Post a Comment