Monday, November 12, 2012

Eplamöffins

Gerði svo góðar eplamöffins áðan


Þær voru líka alveg að bjarga kvöldmatnum sem klúðraðist og endaði í soðnum fiskibollum með brúnni sósu og kartöflumús

Uppskriftin er tvíþætt

Kakan sjálf:
60 gr. smjör í stofuhita
170 gr. sykur
0,5 tsk vanilludropar
1 stk egg
1,25 dl mjólk
225 gr. hveiti
2 tsk lyftiduft
0,5 tsk salt
0,5 tsk kanill
160 gr. epli skorin smátt (hef meira næst!)

Smjör og sykur er þeytt saman
Eggi bætt við
Síðan er mjólkin ásamt þurrefnum bætt við
Eplum bætt við með sleif

Síðan reif ég niður bökunarpappír og setti í Pyrex mótin mín og setti 1 msk af deig í og fékk 13 múffur úr þessari uppskrift



Toppur:
60 gr. sykur
35 gr. hveiti
0,5 tsk kanill
30 gr. smjör í stofuhita

Hrært saman með höndunum og á að vera þurrt crumble og mulið yfir deigið


Sett inn í ofn 190 gráður í 28 mín á undir og yfir hita

Mjög mjúkar og góðar

Wednesday, November 7, 2012

Styttist í konfekt season

Jæja þá styttist í konfekt season-ið sem þýðir JÓL

Tilefni þess þá ætla ég að blogga um konfekt sem ég gerði um daginn

Ég geri reglulega kökupinna þegar ég fæ gesti í heimsókn og þá þarf að bræða súkkulaði í skál og í lok ferlisins verða mikil afföll og það endar alltaf í ruslinu


Um daginn ákvað ég að gera konfekt úr afganginum

Ég á hjartalaga sílikon mót sem ég nota í þetta og síðan setti ég súkkulaðimiðju búið til úr rjóma og laumaði litlu baby smarties-i sem ég nota á kökupinna-bollakökuna

Þetta RAUK alveg út og ég fékk ekki einu sinni að smakka takk fyrir pent

Thursday, November 1, 2012

Skyrdesert

Þessi er auðveldur, mjög svo góður og í hollari kantinum



Hráefni:
Lu kanilkex
Vanilluskyr frá KEA
Smá mjólk eða vatn
Rasberry sykurlaus sulta
Súkkulaði, hvítt og dökkt (eða t.d. Nóa kropp)

Aðferð:
Byrja á því að mylja 1 kexköku á mann í poka og set í einstaklingsglös
Hræri saman skyri og þynni með mjólk eða vatni (hvort sem er til) og helli í glösin
Set síðan smá rasberry sultu yfir
Strái niðurskornu súkkulaði yfir (Nóa Kropp er gott líka)

Best að gera þetta einum klukkutíma eða meira áður en þetta er borið fram


Síðan er líka hægt að setja þetta í stórt mót og þá er aðferðin


Hráefni:
1 pakki Cinnanmon sugar LU kex
2 dósir (500gr. x2) Vanillu skyr frá KEA
Rasberry sulta
Nóa kropp eða annað súkkulaði til skrauts

Aðferð:
Myljið kexið í pakkanum í meðalstórt form
Hrærið skyrinu (t.d. með smá mjólk í handþeytara) og setjið ofan á
Skreytið með Rasberry sultu
Skellið nammikúlum  eða öðru súkkulaði til skrauts

Mér finnst skemmtilegra að hafa þetta í einstaklingseiningum en það er miklu auðveldara að gera í stórt mót. Ef ég á von á fáum þá set ég þetta í fallegt glas á fæti en núna var ég að gera svo mörg að ég setti í plastglös frá Duni 



síðan er náttla hægt að hafa bara eina skyrdós út í þeyttan rjóma ef þú vilt hafa þetta óhollt