Thursday, November 1, 2012

Skyrdesert

Þessi er auðveldur, mjög svo góður og í hollari kantinum



Hráefni:
Lu kanilkex
Vanilluskyr frá KEA
Smá mjólk eða vatn
Rasberry sykurlaus sulta
Súkkulaði, hvítt og dökkt (eða t.d. Nóa kropp)

Aðferð:
Byrja á því að mylja 1 kexköku á mann í poka og set í einstaklingsglös
Hræri saman skyri og þynni með mjólk eða vatni (hvort sem er til) og helli í glösin
Set síðan smá rasberry sultu yfir
Strái niðurskornu súkkulaði yfir (Nóa Kropp er gott líka)

Best að gera þetta einum klukkutíma eða meira áður en þetta er borið fram


Síðan er líka hægt að setja þetta í stórt mót og þá er aðferðin


Hráefni:
1 pakki Cinnanmon sugar LU kex
2 dósir (500gr. x2) Vanillu skyr frá KEA
Rasberry sulta
Nóa kropp eða annað súkkulaði til skrauts

Aðferð:
Myljið kexið í pakkanum í meðalstórt form
Hrærið skyrinu (t.d. með smá mjólk í handþeytara) og setjið ofan á
Skreytið með Rasberry sultu
Skellið nammikúlum  eða öðru súkkulaði til skrauts

Mér finnst skemmtilegra að hafa þetta í einstaklingseiningum en það er miklu auðveldara að gera í stórt mót. Ef ég á von á fáum þá set ég þetta í fallegt glas á fæti en núna var ég að gera svo mörg að ég setti í plastglös frá Duni 



síðan er náttla hægt að hafa bara eina skyrdós út í þeyttan rjóma ef þú vilt hafa þetta óhollt



1 comment: