Hráefni:
Kaka
-180 g döðlur, saxaðar
-2,5 dl vatn
-1 tsk matarsódi
-175 g hveiti
-1 tsk lyftiduft
-1/2 tsk salt
-55 g smjör
-150 g sykur
-2 egg
-1 tsk vanilludropar
Karmellusósa
-500 ml rjómi
-90 gr. púðursykur
-2,5 msk sýróp
Aðferð:
Hitið ofninn í 190 gráður
Byrja á því að saxa eða klippa döðlurnar niður
Hitið vatnið og döðlurnar í potti. Þegar vatnið byrjar
að sjóða takið pottinn af hitanum og hrærið matarsódanum saman við. Setjið til
hliðar en haldið heitu. Þetta verður froðukennt
Takið fram litla skál og sigtið hveitið, lyftiduftið
og saltið út í skálina.
Hrærið vel saman sykrinum og smjörinu eða þar til
blandan verður létt og loftkennd. Hrærið eggjunum saman við einu í einu og
hrærið síðast vanilludropunum saman við
Blandið varlega helmingnum af hveitiblöndunni saman
við (ekki nota rafmagnsknúna hrærivél, best er að gera þetta með sleif), bætið
síðan döðlublöndunni út í og blandið saman. Hellið síðan afganginum af hveitiblöndunni
út í og blandið varlega saman þar til hráefnin hafa rétt svo blandast alveg
saman.
Setjið í ofn og bakið í 30 – 40 mínútur (bökunartími
er breytilegur eftir stærð á bökunarmóti), eða þar til tannstöngull sem
stunginn er í kökuna kemur út með blautri mylsnu á sér.
Ég baka þessa köku alltaf daginn áður eða fyrr um daginn áður en ég ber hana fram og trixið er síðan að gera karmellusósuna og setja smá í botninn á formi sem má fara í ofn. Síðan er kakan sett ofan á og síðan sting ég í kökuna með gaffli alveg 20-40 sinnum og helli sósu yfir. Þetta er síðan sett inn í ofn á 150 gráður í ca. 30 mín og borið beint á borð með rjóma
Ætla að prófa þessa um helgina:D
ReplyDelete-T