Sunday, March 17, 2013

Þrítugsafmæli

Búið að vera nóg um að vera hjá okkur í partý og afmælispartýundirbúningi

Heimilisfaðirinn átti þrítugsafmæli þann 4.mars sl. og það var haldið afmælispartý og síðan á afmælisdaginn sjálfann var kaffiboð fyrir fjölskylduna.


Svona leit afmælisveisluborðið út og í boði var:
-Frönsk súkkulaðikaka og rjómi
-Rice krispies konfekt
-Súkkulaðirúsínur og hnetur
-Kjötbollur og chili sósa
-Grænmeti og ídýfa
-Mexíkó rúllur og bjórnasl, sjá uppskrift hér

EINFALT og gott partýnasl


Þetta gerði stormandi lukku hjá bæði körlum og konum og ég fyllt pottinn 4x





 Var síðan með babyútgáfu á sófaborðinu fyrir þá lötu sem nenntu ekki að standa upp

Síðan má ekki gleyma drykkjunum sem voru í boði!!!!!
Var með 3 tegundir af bollu og síðan NÓG af bjór :
-Mojito bollu
-Jarðaberjamojito bollu (gerði heimatilbúið síróp til að blanda út í)
-Gin&tonic bollu

Fékk lánaða eina RISA skál og ausur úr IKEA og síðan var ég með krukkur úr IKEA. Þetta vakti þvílíka lukku hjá veislugestum og margir nefndi við mig hvað þetta væri sniðug lausn undir drykki og kom skemmtilega út

Því miður gafst ekki tími að mynda drykkina en ég get látið fylgja með mynd sem ég tók um daginn í öðru partýi af mojito bollu


Í fjölskyldukaffiboðinuvar veisluborðið það sama í sætu deildinni og síðan bætti ég við:
-Heitum brauðréttum
-Ostabakki
-Túnfisksalat
-Heimagerðar ostabrauðbollur
-Afmælisbollakökur - sjá uppskrift hér

No comments:

Post a Comment