Þegar ég er alveg tóm hvað eigi að elda og kannski takmarkað magn til í skápunum þá get ég alltaf eldað þennan rétt.
Mjög easy, ódýrt og hollt (ef þú vilt fórna þér í smá kolvetni)
Þetta er uppskrift fyrir 2
Hráefni:
100 gr. hveiti/heilhveiti pasta (í 100 gr eru 300 kcal, set stundum minna)
2 dósir túnfiskur í vatni (olía er góð en inniheldur fleiri kcal)
1 ferskur chili/ piri piri krydd eftir smekk
3-6 hvítlauksgeirar
3 tsk karrí
Grænmeti (frosið blómkál, spergilkál og paprika)
Ég nota oftast frosið grænmeti því þetta er svona "ekkert til í ísskápnum" matur nema ég lumi á fersku í ísskápnum
Í þetta skipti átti ég smá ferskt broccoli og blómkál sem var á síðasta snúning og ferska papriku
Aðferð:
Sjóðið pasta eins og þið eruð vön eða eftir leiðbeiningum á pakka.
Á meðan pastað er að eldast er hvítlaukur og chili/piri piri saxað og steikt á vægum
hita í olíu á pönnu. Skelli grænmetinu á pönnuna og læt malla.
Því næst er túnfisknum skellt á pönnuna og hann steiktur á meðalhita, kryddað með karrý og meira piri piri ef þörf er á.
Því næst er túnfisknum skellt á pönnuna og hann steiktur á meðalhita, kryddað með karrý og meira piri piri ef þörf er á.
Til að forðast að túnfiskurinn ofþorni ekki er gott að skella einum og einum dl af vatni úr pastapottinum á pönnuna og passa að það sé alltaf raki eða vatn til staðar. Pastanu er síðan bætt við í lokin og hrært
No comments:
Post a Comment