Lausnin var að nota Betty djöflakökuna því Betty kökurnar verða svo léttar og fluffy. Ég sá á mommur.is að þær eru að nota Betty í kökupinnana sína þannig þær eru í sömu vandræðum og ég var í.
Systir mín bað mig um að gera kökur fyrir afmælið hjá börnunum sínum sem ég gerði með ánægju en í hvert skipti sem mér var hrósað fyrir þá leið mér illa, þetta voru í raun ekki mínar kökur.
Þannig ég leitaði og leitaði á netinu af uppskrift sem væri með olíu í, það hlyti að vera galdurinn að þéttleikanum. Fann ekki mikið en fann þó samt eina sem mér leist ágætlega á. Hef notað hana núna í ca. 1 ár og búin að betrumbæta að mínum þörfum þannig ég ætla nú að taka heiðurinn af þessari uppskrift. Í upprunalegu uppskriftinni var m.a. palmin feiti....er það nú ekki óþarfi að gæða okkur á hörðustu fitunni sem til er í bænum.
Hérna eru kökurnar sem ég gerði í upphafi æðisins 2010
Mismikill metnaður lagður í þetta eins og þið sjáið
Ég bloggaði um afmælisdrenginn og að ég hefði gert svo góðar bollakökur og var tilgangurinn með þessu bloggi að deila henni með ykkur.
1 2/3 bolli hveiti
1 bolli sykur
0,5 bolli púðursykur
0,5 bolli olía
1,5 bolli karmellusúrmjólk
1,5 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
2 egg
1-2 vanillustangir (ég notaði 1 en mun nota 2 næst)
Allt sett í skál og hrært saman í nokkrar mín - deigið verður mjög þunnt.
Síðan er þetta sett í múffubréf inn í ofn á 180 gráðum í 8-10 mín eftir ofnum. Vill bara hafa þær svona rétt brúnar að ofan.
Síðan nota ég krem frá Evu Laufey ofan á kökurnar Sjá hér
Þessar dásamlegu kökur urðu afraksturinn
No comments:
Post a Comment