Thursday, March 8, 2012

Jamie Oliver kjúklingafingramatur

Ég fékk þetta í matarboði um jólin, þetta var svona ekta stelpuboð, stelpur, hvítvín og mikið spjall. Alveg tilvalið að vera með svona skemmtilegan mat í skemmtilegu boði.

Ég ákvað síðan að halda upp á bóndaginn í fyrsta skipti núna í ár og prófa þetta. Hentaði líka við það tilefni þótt hitt hefði verið aðeins fjörugra.



Þetta er tímafrekt að mínu mati en alveg þess virði við rétt tilefni. Ég breytti aðeins uppskriftinni til að auðvelda mér lífið.

Byrjum á því að gera satay sósu


Satay sósa:
1 red chili ferskur eða piri piri krydd
1/2 – 1 hvítlaukur
3 fullar skeiðar af crunchy hnetusmjöri
Soja sósa
2 cm fersk engifer
2 lime

Setjið chili/piri piri í matvinnsluvél með hvítlauknum, hnetusmjöri, smá soja, grófsaxað engifer, börkin af báðum lime-unum og safa úr annarri. Þeytt í matvinnsluvélinni í þykkt mauk, má bæta við smá vatni ef þörf er. Þessu er síðan skipt í tvennt. Annar helmingurinn er settur á kjúklinginn og hinn settur í skál og borin fram með öllu saman.

Kjúkklingurinn:
4 kjúklingabringur
Kjúklingabringurnar eru skornar í litla bita og helmingnum af satay sósunni blandað við í eldfast mót.
Sett inn í ofn á grillstillingu (200-225 gráður) í 8-15 mín. Fer allt eftir ofnum og ég á það líka til að ofelda kjúkling því mér finnst hann betri og öruggari þannig út af salmonelluhættu.

Núðlurnar:
Í uppskriftinni eru eggjanúðlur en ég notaði bara einn lítin pakka af núðlum svona sem fylgir msg salt og fæst m.a. í bónus
½ rauðlaukur
1 fersk rautt chili/piri piri krydd
3-4 tsk af soja sósu
1 lime
1 tsk hunang

Setið núðlurnar í skál og hellið heitu vatni yfir og látið standa í 6 mínútur eða farið eftir leiðbeiningum á pakkningu á núðlum.
Næst skal setja laukinn, chili í matvinnsluvél þannig að það er fínsaxað. Þegar það er komið þá skal blanda saman mixinu. 
Kælið núðlurnar og þurrkið. Setjið svo í mixið.

Hnetur:
Ósaltaðar kashew hnetur eru muldar og sett á pönnu á lágum hita þar til þær verða smá brúnar á lit. Næst er sett hunang út í og ristað þangað til gylltur litur er kominn á.

Kínakál:
2 búnt af kínakáli
Blöðin af kínakálinu er tekin niður og sett á disk

Þá er þetta tilbúið og allt sett í sitthvoru lagi á borðið og fólk býr sjálft til sínar "tortillur" og borðað með hnífapörum eða í höndunum.

Algjört möst að hafa smá hvítvín með

1 comment:

  1. mmm prófaði þennan um daginn og hann var ekkert smá góður:)

    Girnilegur matur hjá þér, skoða síðuna þína mjög oft:D

    ReplyDelete