Hingað til hef ég gert reglulega brauð sem er mjög svipað þegar ég á von á gestum í kaffi eða er sjálf á leið í kaffi með veitingar. Finnst samt meiri stemming og kósýheit að gera bollur.
Gerði þessar einmitt í gær og fór með til ömmu minnar og í dag þegar ég fór að hitta stelpur.
Hráefni:
-6 dl.
heilhveiti
-1 dl.haframjöl
-2 dl. blönduð fræ (ég nota 5 kornablöndu, sólblómafræ og graskersfræ)
-3 tsk.lyftiduft (vínsteins eða royal)
-2 dl. blönduð fræ (ég nota 5 kornablöndu, sólblómafræ og graskersfræ)
-3 tsk.lyftiduft (vínsteins eða royal)
-1 tsk. salt
-3 dl.AB-mjólk
-3 dl.AB-mjólk
-3 dl. sjóðandi vatn
Aðferð:
Aðferð:
Bakað á 200°c í 20-25 mín á undir og yfir hita.
Þurrefnin sett fyrst og blandað með skeið, síðan er vökvanum bætt við og hrært rólega. Passa að hræra ekki of mikið því þá eiga þær til að verða of seigar.
Er mjög blautt deig.
Sett síðan með matskeið á bökunarplötu og nokkur fræ sett ofan á til skrauts.
Ég fæ 14-16 bollur úr einni uppskrift.
No comments:
Post a Comment