Monday, August 27, 2012

1919

Fór á 1919 um daginn og fékk mér hvítvín og smárétti í góðra vina hópi

 Mini-burgers
 Jarðaber og súkkulaði - þetta er einn réttur!
 Kjúklingur á spjóti - eitt á mann
 Djúpsteiktur humar - einn á mann
 
Tómat og mozzarella bruchetta

Mjög gott en vek athygli að þetta eru smáréttir og það fór engin saddur burtu

Thursday, August 23, 2012

Steikarasamloka

Grilluðum nautalund einn sólardaginn og það var afgangur. Þá er um að gera að skella í eitt stykki steikarasamloku.


Það sem þarf er:
Nautalund
Baguette
Bernaise sósu - best frá Toppsósur - fæst alls staðar, krónunni og samkaups búðum t.d.
Ruccola
Grænmeti, paprika, gúrka, tómatur
Steikt grænmeti ef það er til, sveppir, laukur og paprika

Monday, August 20, 2012

Appelsínukaka/möffins

Notaði snilldargrunnuppskriftina mína í appelsínukökur og möffins í sumar. Mér finnst ekkert sumarlegra en að bjóða upp á möffins í útilegum og sumarbústöðum
Uppskriftin:
1 2/3 bolli hveiti
1 bolli sykur
0,5 bolli púðursykur
0,5 bolli olía
1,5 bolli karmellusúrmjólk
1,5 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
2 egg
100 gr. suðusúkkulaði
Rifinn börkur af einni appelsínu

Allt sett í skál og hrært saman í nokkrar mín - deigið verður mjög þunnt.

Formkaka: Sett í vel smurt form og inn í ofn í 180 gráður í 35-40 mín eftir ofnum.
Möffins: Síðan er þetta sett í múffubréf inn í ofn á 180 gráðum í 8-10 mín eftir ofnum. Vill bara hafa þær svona rétt brúnar að ofan.

Þetta verður svo mjúkar og léttar kökur......enda ekkert smjör til að þétta.

Saturday, August 18, 2012

1. árs afmæli

Litli prinsinn minn var 1. árs núna í lok júlí

Þemað var bara litríkt í uppáhaldslitunum mínum......turkís blátt og skærgrænt.

Var með 2 afmæli og gerði kanínuköku fyrir prinsinn en hann sefur alltaf með bangakanínu hjá sér sem heitir Kalli kanína og það er einmitt kanína á servíettunum lengst niðri til vinstri á myndinni að ofan.

Fyrri kakan misheppnaðist alveg heiftarlega því litirnir áttu ð vera alveg skærir en ég var eitthvað feiminn með matarlitina. Bætti þó úr því í afmæli nr. tvö og þá var ég mjög ánægð með skærgræna litinn 

Ekki má gleyma litlu stubbunum sem ég bauð í afmælið ásamt mínum prinsi sem fær ekki að borða svona sætindi og kökur

Börnunum var boðið upp á kæfubrauð sem ég skar út í dýraformum, síðan var ég með "nammi" í boði sem eru uppáhalds á þessu heimili og eru ávaxtastangir úr döðlum, fíkjum, apríkósum, bláberjum og fleira. Mjög gott, hollt og vinsælt. Ég er alltaf með svona í veskinu handa mér og litla prinsinum ef við verðum svöng á ferðinni. Var líka með mauk frá Hipp, Hugsa að allir litlir hafi farið saddir og sælir eftir þessar veitingar.




Fyrir fullorðna fólkið var ég með:
Bjórnasl sjá uppskrift hérna
Mexíkó tortillurúllur
Appelsínumöffins sjá uppskrift hérna
Pizzasnúðar
Rice krispies bananakaka
Perukaka
Old school kaka með marengs, svampbotni, rjóma og súkkulaði
Súkkulaðiappelsínu frönsk súkkulaðikaka
Heit brauðrúlla með pepperoni og mexíkó ost
Túnfisks salat og kex
Mini pylsur
Afmæliskakan sjálf - skiptist í tvennt. Var með hefðbundna súkkulaðiköku í fyrri kökunni en bollakökuuppskrift í seinni sem ég litaði með matarlit, sjá uppskrift hérna
 
Er spennt að halda upp á 2.ára afmælið og þá verða litlu grísirnir orðnir nógu stórir til þess að sitja við borðið og þá verður ljónaþema! eðlilegt að vera spenntur ári fram í tímann.