Sunday, March 17, 2013

Þrítugsafmæli

Búið að vera nóg um að vera hjá okkur í partý og afmælispartýundirbúningi

Heimilisfaðirinn átti þrítugsafmæli þann 4.mars sl. og það var haldið afmælispartý og síðan á afmælisdaginn sjálfann var kaffiboð fyrir fjölskylduna.


Svona leit afmælisveisluborðið út og í boði var:
-Frönsk súkkulaðikaka og rjómi
-Rice krispies konfekt
-Súkkulaðirúsínur og hnetur
-Kjötbollur og chili sósa
-Grænmeti og ídýfa
-Mexíkó rúllur og bjórnasl, sjá uppskrift hér

EINFALT og gott partýnasl


Þetta gerði stormandi lukku hjá bæði körlum og konum og ég fyllt pottinn 4x





 Var síðan með babyútgáfu á sófaborðinu fyrir þá lötu sem nenntu ekki að standa upp

Síðan má ekki gleyma drykkjunum sem voru í boði!!!!!
Var með 3 tegundir af bollu og síðan NÓG af bjór :
-Mojito bollu
-Jarðaberjamojito bollu (gerði heimatilbúið síróp til að blanda út í)
-Gin&tonic bollu

Fékk lánaða eina RISA skál og ausur úr IKEA og síðan var ég með krukkur úr IKEA. Þetta vakti þvílíka lukku hjá veislugestum og margir nefndi við mig hvað þetta væri sniðug lausn undir drykki og kom skemmtilega út

Því miður gafst ekki tími að mynda drykkina en ég get látið fylgja með mynd sem ég tók um daginn í öðru partýi af mojito bollu


Í fjölskyldukaffiboðinuvar veisluborðið það sama í sætu deildinni og síðan bætti ég við:
-Heitum brauðréttum
-Ostabakki
-Túnfisksalat
-Heimagerðar ostabrauðbollur
-Afmælisbollakökur - sjá uppskrift hér

Tuesday, March 12, 2013

Túnfiskspasta


Þegar ég er alveg tóm hvað eigi að elda og kannski takmarkað magn til í skápunum þá get ég alltaf eldað þennan rétt.
Mjög easy, ódýrt og hollt (ef þú vilt fórna þér í smá kolvetni)
Þetta er uppskrift fyrir 2

Hráefni: 
100 gr. hveiti/heilhveiti pasta (í 100 gr eru 300 kcal, set stundum minna)
2 dósir túnfiskur í vatni (olía er góð en inniheldur fleiri kcal)
1 ferskur chili/ piri piri krydd eftir smekk
3-6 hvítlauksgeirar
3 tsk karrí
Grænmeti (frosið blómkál, spergilkál og paprika)
Ég nota oftast frosið grænmeti því þetta er svona "ekkert til í ísskápnum" matur nema ég lumi á fersku í ísskápnum
Í þetta skipti átti ég smá ferskt broccoli og blómkál sem var á síðasta snúning og ferska papriku

Aðferð:
Sjóðið pasta eins og þið eruð vön eða eftir leiðbeiningum á pakka.
Á meðan pastað er að eldast er hvítlaukur og chili/piri piri saxað og steikt á vægum hita í olíu á pönnu. Skelli grænmetinu á pönnuna og læt malla.

Því næst er túnfisknum skellt á pönnuna og hann steiktur á meðalhita, kryddað með karrý og meira piri piri ef þörf er á. 
Til að forðast að túnfiskurinn ofþorni ekki er gott að skella einum og einum dl af vatni úr pastapottinum á pönnuna og passa að það sé alltaf raki eða vatn til staðar. Pastanu er síðan bætt við í lokin og hrært

Sunday, March 10, 2013

Heit döðlukaka með karmellusósu

Þetta er eitt af því betra sem ég baka, svo ljúffeng, mjúk og góð


Hráefni: 

Kaka
-180 g döðlur, saxaðar
-2,5 dl vatn
-1 tsk matarsódi
-175 g hveiti
-1 tsk lyftiduft
-1/2 tsk salt
-55 g smjör
-150 g sykur
-2 egg
-1 tsk vanilludropar

Karmellusósa
-500 ml rjómi
-90 gr. púðursykur 
-2,5 msk sýróp



Aðferð: 


Hitið ofninn í 190 gráður
Byrja á því að saxa eða klippa döðlurnar niður
Hitið vatnið og döðlurnar í potti. Þegar vatnið byrjar að sjóða takið pottinn af hitanum og hrærið matarsódanum saman við. Setjið til hliðar en haldið heitu. Þetta verður froðukennt
Takið fram litla skál og sigtið hveitið, lyftiduftið og saltið út í skálina.
Hrærið vel saman sykrinum og smjörinu eða þar til blandan verður létt og loftkennd. Hrærið eggjunum saman við einu í einu og hrærið síðast vanilludropunum saman við
Blandið varlega helmingnum af hveitiblöndunni saman við (ekki nota rafmagnsknúna hrærivél, best er að gera þetta með sleif), bætið síðan döðlublöndunni út í og blandið saman. Hellið síðan afganginum af hveitiblöndunni út í og blandið varlega saman þar til hráefnin hafa rétt svo blandast alveg saman.


Setjið í ofn og bakið í 30 – 40 mínútur (bökunartími er breytilegur eftir stærð á bökunarmóti), eða þar til tannstöngull sem stunginn er í kökuna kemur út með blautri mylsnu á sér.

Ég baka þessa köku alltaf daginn áður eða fyrr um daginn áður en ég ber hana fram og trixið er síðan að gera karmellusósuna og setja smá í botninn á formi sem má fara í ofn. Síðan er kakan sett ofan á og síðan sting ég í kökuna með gaffli alveg 20-40 sinnum og helli sósu yfir. Þetta er síðan sett inn í ofn á 150 gráður í ca. 30 mín og borið beint á borð með rjóma