Sunday, May 27, 2012

Heimatilbúnir hamborgarar

Gerði heimatilbúna hammara um daginn


Fékk þessa fyrst hjá vinkonu minni fyrir nokkrum árum og ég er ekki sérlega hrifin af hamborgurum en þetta eru bestu borgarar sem ég hef smakkað

Hráefni fyrir 5 borgara:
500 gr. hakk
1 steyptur ostur (Piparostur eða jalapeno ostur)
1/2 rauðlaukur
Smá fersk basilika
1 msk brauðrasp
1 egg
Salt og pipar
Annað krydd eftir smekk

Aðferð:
Byrja á því að skella hakkinu í skál og hræra til, síðan skelli hráefninu í, eggi, raspi, kryddum. Síðan reif ég basilikuna niður, ostinn og skar rauðlaukinn og skellti í skálina. Hrærði þetta allt til.
Ég nota ekki hamborgarapressu heldur móta með höndunum og hver borgari er þá ca. 120 grömm - hægt að ráða stærðinni. Persónulega finnst mér best að hafa þá þykka. Einnig skreppa þeir slatti saman þegar maður notar svona búðahakk.

Svona litu mínir út

Síðan var þeim skellt á grillið

Voru svona þegar þeir komu tilbaka
Síðan bara byrja dúndra meðlætinu á þá. Ég er ekki hrifin af hamborgarabrauðum þannig ég keypti nan brauð og notaði eitt þannig.
Sósan sem ég notaði var:
Sýrður rjómi
Fersk basilika
Hvítlauks og salt og pipar krydd

Vildi ekki hafa sósuna of bragðsterka svo hún myndi ekki stela bragðinu af þessum góða borgara

Síðan bara raða grænmetinu

 Útkoman var hjá mér svona

 Útkoman hjá öðrum karlmönnum við matarborðið var þessi

Þetta er svo delish og mikill sumarfílingur að bjóða fólki í svona

Súpernachos

Gerði súpernachos um daginn


Hráefni:
Sweet chili doritos flögur (svarti pokinn)
Tómatar
Smá rauðlaukur
Paprika
1 Kjúklingabringa
Ostur
Salsa Sósa
Sýrður rjómi

Aðferð: 
Hita ofninn í 180 gráður
Byrja á því að skera kjúklingabringu í litla bita - steikti mína upp úr smá soja sósu
Meðan kjúklingurinn mallar þá skar ég niður tómata, papriku og smá rauðlauk
Skellti doritos á disk, setti smá salsa sósu yfir og grænmetinu


Síðan skellti ég bara kjúllanum og rifnum osti yfir
Síðan bara inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður og borðað með auka salsa og slatta af sýrðum rjóma

Einfalt og gott......tilvalið í partýið eða saumaklúbbinn

Friday, May 18, 2012

Kjúklingahamborgarar

Sumar og sól blogg aftur!!



Ójá grillseason-ið er sko byrjað

Hráefni:
1 bakki kjúklingalundir
4 hamborgarabrauð
E.Finnson sweet chili jógúrtsósa 5%
Sýrður rjómi/majónes
Barbeque sósa
Ruccola
Agúrka
Tómatar
Paprika

Aðferð:
Byrja á því að grilla lundirnar og í lokin sett smá barbeque á þær


Síðan skelli ég sweet chili jógúrtsósunni á brauðið (er uppáhald hjá mér þessa dagana með kjúlla)
Síðan skelli ég ruccola, agúrku, tómötum og papriku á brauðið

Útkoman hjá mér er þessi


Gott og sumarlegt - ég sleppi toppnum hjá mér en karlmaðurinn á heimilinu notar sýrðan rjóma og auka barbeque sósu í stað sweet chili og borðar hattinn sinn


Monday, May 14, 2012

Eplakaka

Bloggaði um daginn um eplaköku sem hægt er að gera í flýti eða jafnvel undirbúa hana og frysta.



Hráefni: 
3-4 gul epli (nota líka jongold sem eru gul og rauð)
Kanilsykur
100 gr. Hveiti
100 gr. Sykur
100 gr. Smjör

Aðferð:
1.    Flysjaðu eplin og skerðu þau í þunna báta/kassa
2.    Raðaðu eplabátunum í smurt eldfast mót og stráðu kanelsykri yfir.
3.    Blandaðu sykri og hveiti saman í skál og myldu smjörið svo saman við.
4.    Dreifðu nú deiginu jafnt yfir eplin.
5.    Bakaðu við 180°C í u.þ.b. 20-25 mín eða þar til deigið verður brúnt og fallegt

6.    Berðu kökuna fram volga með þeyttum rjóma eða ís.

Svona lítur kakan út áður en hún fer í ofninn


Saturday, May 12, 2012

Pizzakvöld

Var með pizzukvöld um daginn

Gerði túnfiskspizzuna - sjá hérna  -nema ég bætti gulum baunum með líka og það var enn betra

Þessi er með baby pepperoni, papriku, rauðlauk, hvítlauk, osti og jalapeno osti

Þessi er alveg sjúklega góð, á henni er smá ostur, hvítlaukur, 5% fetaost kubbar og jalapeno sneiðar

Síðan þegar pizzan kom úr ofninum þá skellti ég slatta af ruccola 

Wednesday, May 9, 2012

Sumarsalat

Það er búið að vera svo geggjað veður sl. daga að ég skellti í sumarsalat


Hráefni:
2 kjúklingabringur
Ruccola salat
Konfekttómata
Paprika
Agúrka
Vel þroskað Mangó
Jarðaber
Hunang
Soja sósa
Kasjú hnetur

Aðferð:
Sker kjúklingabringur í smáa bita og marineri saman smá hunangi og soja sósu. Þetta er síðan eldað á pönnu eða í ofni.
Meðan kjúklingurinn mallar þá raðaði ég grænetinu á disk, síðan er kjúklingurinn settur á diskinn og kasjú hnetum skellt á pönnuna og ristaðar þar til þær verða létt brúnaðar. Síðan er ca. 0,5-1 tsk af hunangi sett á og látið malla í smástund og skellt á diskinn


Ótrúlega auðvelt og gott salat og kemur manni sko í sumarskapið

Tuesday, May 8, 2012

Vinkonuhittingar & Frystikista

Hef bloggað áður um hvað ég elska frystikistuna mína. Alltaf til nóg af fínu góssi til þess að bjóða upp á.

Geymi tilbúna köku í kökupinnana í frystinum (semsagt baka köku, hræri kremi saman og móta þær og skelli síðan í frysti). Síðan er bara vinnan að setja þau á prikin og skreyta
Einnig á ég oft tilbúnar bollakökur í frystinum og líka tilbúið krem í smærri einingum þannig það er ekkert mál að skella á kökurnar
Tók mig semsagt pínu stund að græja þessar veitingar.


Einnig er þægilegt að græja fljótlega eplaköku eða geyma hana í frysti tilbúna (kem með uppskrift síðar)

Friday, May 4, 2012

Bjórnasl

Þetta er svo mikið möst í útileguna, veisluna, bústaðinn og á alltaf við þegar það er sól á lofti og stemming í fólki. Hef verið beðin um að koma með svona í veislur og nokkrum sinnum verið spurð um uppskriftina.

Vinkona mín kom með svona á Humarhátíð á Höfn hérna um árið. Hef breytt og bætt uppskriftina lítillega síðan þá. Er ögn hollari í minni útgáfu.

Uppskriftin miðast við tvöfalda uppskrift því maður þarf hvort sem er að kaupa í hana – hægt að geyma innihaldið í einhvern tíma ef ákveðið er að gera einfalda.

Hráefni:
2 pakkar tortillukökur (16 stk)
2 5% sýrður rjómi
Púrrulaukssúpa
Poki af rifnum osti
Ein dolla af Bónus rjómaost (15-17%)
1-2 stk af púrrulauk (1 risastór eða 2 litir eða 1,5 meðal)
1-2 dollur af salsa sósu eftir smekk til þess að setja ofan á

Aðferð: 
Sýrður rjómi settur í skál og hrært, dass af púrrulaukssúpu sett í til þess að fá krydd og bragð. Best að hafa þessa blöndu vel sterka því síðan bætist við hitt jukkið.
Rjómaosti bætt í og hrært saman – síðan er púrrulaukurinn skorin smátt og sett í. Í lokin er osturinn settur í.

Þetta er síðan sett á kökurnar og þær skornar í 6-8 þríhyrninga með góðum hníf eða pizzaskera. Passa að setja ekki á alla kökuna út í enda því gumsið klessist þegar kakan er skorin.
Þessu er síðan raðað fallega á bakka og flott að setja skorin graslauk á bakkann.

Borið fram með salsa sósu og helst bjór!! 
Mæli með að prófa þetta um helgina og opna bjór með....verður svo miklu betra þannig.

Wednesday, May 2, 2012

Fylltar paprikur

Þeir sem þekkja mig vita hversu óhemju mikið ég borða af þessum fylltu paprikum. Ófáir brandarar eru sagðir um þær í vinnunni þar sem ég borðaði þær nokkrum sinnum í viku í tvö ár.

Mér finnst þær endalaust góðar og passa með hádegismat, kvöldmat og í matarboðið.


Hráefni í einfalda uppskrift: 
-4 stórar paprikur
-1 krukka sólþurrkaðir Tómatar (með olíu og öllu til að fá bleytuna með)
-1/2-1 pakki sveppir 
-250 gr. hnetur („kreppuútgáfan“ er 250 gr. salthnetur þvegnar með köldu vatni og sigtaðar)
-50 gr. parmesan úr dós
-1 dós soðnar kjúlklingabaunir (ég kaupi mínar bara í Bónus hjá tómatsósunni)
-1 ½ tsk karrý
-0,5-1 tsk cayennepipar (gert bara sterkt eftir smekk)
-dass af kóríander kryddi 

Aðferð: 
Byrja á því að vigta salthneturnar, skelli þeim í sigti og skola vel í köldu vatni þar til allt saltið er farið af þeim. Næst opna ég kjúklingabaunadósina og skola þær einnig vel upp úr köldu vatni. Síðan er öllu innihaldinu skellt í matvinnsluvél og hrært vel saman. Paprikurnar eru síðan skornar í tvennt og kúfylltar og skelli síðan tveim ostsneiðum á hverja papriku og inn í ofn þar til osturinn er brúnaður

Ég ber þetta síðan fram með góðu salati, feta ost og sósu sem samanstendur af AB-mjólk/sýrður rjómi/hrein jógúrt með smá piri piri kryddi.

Geymi þetta síðan í massavís í frystinum og kippi út og hita. Var t.d. að gæða mér á þessu í kvöldmatinn með engri fyrirhöfn


Tuesday, May 1, 2012

Sleezy pizza

Er ekki alltaf í stemmingu fyrir túnfisks og kotasælupizzu - sjá hér og þá finnst mér gott að gera svona með pepporoni og ananas

Súper auðveld og hæg að nota sem kvöldmat eða hádegismat.


Hráefni: 
-Heilhveiti tortilla
-Pizza sósa
-Pepporoni (helst í fingrum frá Ali eða 50% minni fita frá SS fyrir þá sem vilja hugsa um kcal)
-Ostur í poka
-Ferskur ananas eða úr dós