Ójá grillseason-ið er sko byrjað
Hráefni:
1 bakki kjúklingalundir
4 hamborgarabrauð
E.Finnson sweet chili jógúrtsósa 5%
Sýrður rjómi/majónes
Barbeque sósa
Ruccola
Agúrka
Tómatar
Paprika
Aðferð:
Byrja á því að grilla lundirnar og í lokin sett smá barbeque á þær
Síðan skelli ég sweet chili jógúrtsósunni á brauðið (er uppáhald hjá mér þessa dagana með kjúlla)
Síðan skelli ég ruccola, agúrku, tómötum og papriku á brauðið
Útkoman hjá mér er þessi
Gott og sumarlegt - ég sleppi toppnum hjá mér en karlmaðurinn á heimilinu notar sýrðan rjóma og auka barbeque sósu í stað sweet chili og borðar hattinn sinn
No comments:
Post a Comment