Hráefni:
3-4 gul epli (nota líka jongold sem eru gul og rauð)
Kanilsykur
100 gr. Hveiti
100 gr. Sykur
100 gr. Smjör
Aðferð:
1. Flysjaðu eplin og skerðu
þau í þunna báta/kassa
2. Raðaðu eplabátunum í
smurt eldfast mót og stráðu kanelsykri yfir.
3. Blandaðu
sykri og hveiti saman í skál og myldu smjörið svo saman við.
4. Dreifðu
nú deiginu jafnt yfir eplin.
5. Bakaðu
við 180°C í u.þ.b. 20-25 mín eða þar til deigið verður brúnt og fallegt
6. Berðu kökuna
fram volga með þeyttum rjóma eða ís.
Svona lítur kakan út áður en hún fer í ofninn
No comments:
Post a Comment