Wednesday, May 9, 2012

Sumarsalat

Það er búið að vera svo geggjað veður sl. daga að ég skellti í sumarsalat


Hráefni:
2 kjúklingabringur
Ruccola salat
Konfekttómata
Paprika
Agúrka
Vel þroskað Mangó
Jarðaber
Hunang
Soja sósa
Kasjú hnetur

Aðferð:
Sker kjúklingabringur í smáa bita og marineri saman smá hunangi og soja sósu. Þetta er síðan eldað á pönnu eða í ofni.
Meðan kjúklingurinn mallar þá raðaði ég grænetinu á disk, síðan er kjúklingurinn settur á diskinn og kasjú hnetum skellt á pönnuna og ristaðar þar til þær verða létt brúnaðar. Síðan er ca. 0,5-1 tsk af hunangi sett á og látið malla í smástund og skellt á diskinn


Ótrúlega auðvelt og gott salat og kemur manni sko í sumarskapið

No comments:

Post a Comment