Sunday, May 27, 2012

Heimatilbúnir hamborgarar

Gerði heimatilbúna hammara um daginn


Fékk þessa fyrst hjá vinkonu minni fyrir nokkrum árum og ég er ekki sérlega hrifin af hamborgurum en þetta eru bestu borgarar sem ég hef smakkað

Hráefni fyrir 5 borgara:
500 gr. hakk
1 steyptur ostur (Piparostur eða jalapeno ostur)
1/2 rauðlaukur
Smá fersk basilika
1 msk brauðrasp
1 egg
Salt og pipar
Annað krydd eftir smekk

Aðferð:
Byrja á því að skella hakkinu í skál og hræra til, síðan skelli hráefninu í, eggi, raspi, kryddum. Síðan reif ég basilikuna niður, ostinn og skar rauðlaukinn og skellti í skálina. Hrærði þetta allt til.
Ég nota ekki hamborgarapressu heldur móta með höndunum og hver borgari er þá ca. 120 grömm - hægt að ráða stærðinni. Persónulega finnst mér best að hafa þá þykka. Einnig skreppa þeir slatti saman þegar maður notar svona búðahakk.

Svona litu mínir út

Síðan var þeim skellt á grillið

Voru svona þegar þeir komu tilbaka
Síðan bara byrja dúndra meðlætinu á þá. Ég er ekki hrifin af hamborgarabrauðum þannig ég keypti nan brauð og notaði eitt þannig.
Sósan sem ég notaði var:
Sýrður rjómi
Fersk basilika
Hvítlauks og salt og pipar krydd

Vildi ekki hafa sósuna of bragðsterka svo hún myndi ekki stela bragðinu af þessum góða borgara

Síðan bara raða grænmetinu

 Útkoman var hjá mér svona

 Útkoman hjá öðrum karlmönnum við matarborðið var þessi

Þetta er svo delish og mikill sumarfílingur að bjóða fólki í svona

No comments:

Post a Comment