Mér finnst þær endalaust góðar og passa með hádegismat, kvöldmat og í matarboðið.
Hráefni í einfalda uppskrift:
-4 stórar
paprikur
-1 krukka
sólþurrkaðir Tómatar (með olíu og öllu til að fá bleytuna með)
-1/2-1 pakki sveppir
-250 gr.
hnetur („kreppuútgáfan“ er 250 gr. salthnetur þvegnar með köldu vatni og sigtaðar)
-50 gr.
parmesan úr dós
-1 dós soðnar
kjúlklingabaunir (ég kaupi mínar bara í Bónus hjá tómatsósunni)
-1 ½ tsk karrý
-0,5-1 tsk
cayennepipar (gert bara sterkt eftir smekk)
-dass af kóríander kryddi
Aðferð:
Byrja á því að vigta salthneturnar, skelli þeim í sigti og skola vel í köldu vatni þar til allt saltið er farið af þeim. Næst opna ég kjúklingabaunadósina og skola þær einnig vel upp úr köldu vatni. Síðan er öllu innihaldinu skellt í matvinnsluvél og hrært vel saman. Paprikurnar eru síðan skornar í tvennt og kúfylltar og skelli síðan tveim ostsneiðum á hverja papriku og inn í ofn þar til osturinn er brúnaður
Ég ber þetta síðan fram með góðu salati, feta ost og sósu sem samanstendur af AB-mjólk/sýrður rjómi/hrein jógúrt með smá piri piri kryddi.
Geymi þetta síðan í massavís í frystinum og kippi út og hita. Var t.d. að gæða mér á þessu í kvöldmatinn með engri fyrirhöfn
Nammmm girnó!
ReplyDelete