Wednesday, September 26, 2012

Grillmarkaðurinn

Fór á Grillmarkaðinn um daginn.............og JÖMMÍ! var rosalega ánægð með matinn

Ég keypti mér svona þrennu - naut, lamb og önd. Mjög gott og mig langar mikið aftur í sama réttinn. Meðlætið var rosalega gott, steiktir sveppir, krullufranskarnar rosalega góðar og ferska salatið líka. Fannst hins vegar sósan sem fylgdi með ekki góð og bernaise möst með þessu. Mæli hiklaust með þessum rétt - finnst þetta vera í Jamie Oliver stíl bæði hvernig maturinn er borinn fram og staðurinn sjálfur.
Betri helmingurinn fékk sér nautalund og það er enn talað um hvað hvítlaukurinn sem fylgdi með var góður með.
 Í eftirrétt var pantað svona fimma.........skyrís, heit súkkulaðikaka, gott í krukku, kúla sem hellt var yfir heit karmella og sorbet. Fannst þetta ágætt en fer ekkert að panta þetta aftur.

Tuesday, September 18, 2012

Svínakjötssalat

Ég geri mikið að því að kaupa ferskt kjöt í magni í Krónunni og kippi oft með mér svínakótilettum........þær eru mjög ódýrar og ágætar bara. T.d. oft á 40% afslætti þar
Er að borga ca. 500-800 kr. fyrir 3vænar sneiðar.
Oftar en ekki er afgangur og þá hendi ég því í ísskápinn og nýti næsta dag.

Tek síðan bara það sem er til í ísskápnum og skelli í hádegissalat

Grillaðar lambalærissneiðar og rósmarín kartöflur

Það er enn grillseason

Hef bloggað áður um að ég kaupi oft fullt af kjöti í kjötborðinu í Krónunni og það kostar oft ekki mikið og skelli í frystinn.

Hérna er ég með lærissneiðar í hvítlauksmarineringu

Maðurinn á heimilinu sér um að grillakjötið og ég geri kartöflurnar inni í ofninum

Þessar eru algjört uppáhalds 
Ég kaupi minnstu íslensku kartöflurnar sem ég finn - núna er hægt að fá þær í stykkjatali. Skelli olíu í eldfasta mótið og velti þeim upp úr því og skelli fullt af rósmarín kryddi og læt þær bakast þar til þær brúnast vel 
Hérna eru bara basic sætar kartöflur sem ég velti upp úr olíu og baka með salt og pipar

Og ekki má gleyma sósunni með! 5% hvítlauksjógúrtsósa frá E.Finnsson



Sunday, September 16, 2012

Sjónvarpskaka

Alveg uppáhalds þessi...........

Botninn:
300 gr. sykur
250 gr. hveiti
50 gr. smjörlíki
2 dl. mjólk
4 egg
2 tsk. vanillusykur
2 tsk. lyftiduft

Egg og sykur þeytt saman, þurrefnum blandað við eggjafroðuna. Smjörlíki og mjólk brætt saman og blandað við, sett í vel smurða skúffu og bakað við 175°C í ca. 20 mín.

Kremið:
125 gr. smjörlíki
100 gr. kókosmjöl
125 gr. púðursykur
4 msk. mjólk 

Allt brætt saman í potti og hellt strax yfir kökuna, sett aftur í ofninn nú á 200°C í ca. 10 mín.

Mér finnst hún jafngóð brakandi ný eins og dag til tveggja daga gömul

Thursday, September 13, 2012

Salsa dip

Var með vinkonuhitting um daginn og vildi vera mjög tímanlega með veitingarnar því það gefst ekki mikill tími að græja og gera þegar maður er að elda og koma barni í háttinn

Var með eitt af mínu uppáhalds 
Rice krispies

Skellti í kökupinna (átti kökuna sjálfa tilbúna í frystinum þannig ég þurfti bara að skreyta og setja á pinna)
Þeir urðu því miður ekki fallegir því súkkulaðið klikkaði í hitun!!

Síðan var pælingin að gera súper nachos en af því ég vildi gera veitingar snemma um daginn þá yrði nachosið orðið blautt þá gerði ég bara dippuna í formi fyrr um daginn og geymdi í ísskápnum

Þetta var súper einfalt 
-Setti eitt lag af rjómaost
-Annað af salsa sósu yfir
-Skar niður papriku
-Skar Jalapeno sneiðar í bita
-Ost yfir
(hægt að hafa hvað sem er......lauk, maís, tómata, kjúkling, ostasósu og fl.) 

Gerist ekki auðveldara en samt súper gott. Var síðan með sýrðan rjóma í skál til hliðar og snakk i skál

Sunday, September 9, 2012

Humar og hvítlauksbrauð

Humar er alveg eitt af uppáhalds!

Ég byrja á því að gera marineringuna
-Fersk basilika
-Olía
-Fullt af pressuðum hvítlauk

Næst geri ég heimatilbúið hvítlauksbrauð
-Frosið baguette brauð
-Smjör
-Pressaður hvítlaukur
-Rifinn ostur

Sker brauðin í tvennt og hæfilega stóra bita, bý til mitt eigið hvítlaukssmjör með því að hræra saman ekta íslensku mjúku smjöri og pressuðum hvítlauk og strái osti yfir.

Brauðin og humarinn þurfa svipað langan tíma og rétt áður en humarinn er klár þá skelli ég fullt af kirsuberjatómötum á grillið þar til þeir verða mjúkir og fínir
Síðan bara borðað með bestu lyst og hvítvíni 



Friday, September 7, 2012

Sykurpúðabrownies

Á einum vinkonuhitting var mér boðið upp sykurpúðabrownies

Mjög gott og MJÖG sætt 

Maður þarf algjörlega ekki mikið magn á mann af þessu


Hérna er uppskrift frá mommur.is ef þið viljið prófa

Tuesday, September 4, 2012

Eggjakaka í sparifötunum

Þetta sumarið einkenndist af miklu eggjahræru/eggjaköku áti. Ég kaupi eggjahvítur í brúsa í bónus eða krónunni og þetta var annað hvort í hádegismat eða kvöldmat hjá okkur.
Hollt - gott og fullt af prótíni og lítilli fitu!

Þessi útgáfa er svona spari spari og ekki eins holl og ég geri venjulega ..........

Ég byrja á því að skera niður í fyllinguna og steiki úr olíu (oftast geri ég upp úr vatni en þetta var spari)

-Hvítlauk
-Rauðlauk
-Sveppi
-Paprika
-Hvítlauksblanda frá Pottagöldrum

Set í skál og geymi til hliðar

Næst þá skelli ég 1,5 dl af eggjahvítum (ca. 5 stk) á pönnuna og leyfi því að malla þar til það er harnað
Síðan þegar kakan lítur út fyrir að vera tilbúin og elduð í gegn skelli ég smá ost á

Þegar osturinn hefur bráðnað þá fer gummsið ofan á

Næst er eggjakökunni lokað og skellt á diskinn

 Mér finnst þetta best með sýrður rjóma til hliðar og kirsuberjatómötum eða öðru grænmeti sem er til

Monday, September 3, 2012

Ostapizza

Ég er búin að vera mikið á flakkinu í sumar og þá aðallega í bústöðum hér og þar um landið.
Oft nenni ég ekki að vera elda stórsteikur og þá fannst mér fínt að kaupa frosna margaritu pizzur og eiga i frystinum. Þetta skiptið var bara til frá euroshopper og þær eru bara mjög fínar.
Síðan bætti ég á þetta nokkrum tegundum af ostum, t.d. mexíkó ost og camenbert. Smá paprikubitum og inn í ofn. Þegar osturinn er bráðnaður en pizzan tekin út og slatti af ruccola skellt á og borðað með chili sultu. Alveg nauðsynlegt

Og ekki er verra að fá sér smá hvítvín með þessu

Saturday, September 1, 2012

Íslensk kjötsúpa

Ég er súpuóð
.......borðaði ekki súpu fyrr en árið 2009 en núna er það eitt af uppáhalds og er kjötsúpa eitt af því nýjasta sem ég elska

Ég skellti í eitt stykki kjötsúpu í kvöld og var útkoman ansi fín


Hráefni:

5 lítrar af vatni (byrjaði með 3 en fannst það of lítið og bætti við)
5 lambateningar
2-2,5 kg kjöt á beini
1 stór rófa (ca. 400-600gr.)
6 stórar íslenskar kartöflur (eru aldrei það stórar þessar íslensku (400gr.))
600gr gulrætur (1 poki frá Fljótshlíð)
1 stk lítill laukur
1 púrrulaukur
5 msk súpujurtir
2 msk salt svartur pipar


 Aðferð: 
  1. Ég byrjaði á þvi að fituhreinsa allt kjötið og skar það í litla bita og setti í pottinn
    (aðrir vilja sjóða bitana óskorna og lítið hreinsaða og þá færði meiri kraft í soðið en mér finnst það subbulegra og meiri fitubragð sem ég vildi ekki)
  2. Byrjaði á því að setja 3-4 lítra af vatni og lét suðuna koma upp
  3. Froðan veidd ofan af
  4. Lét sjóða pínu meira til þess að sjá hvort það kæmi meiri froða til þess að fleyta af
  5. Bætti við pínu meira vatni því mér fannst vökvinn vera lítill á móti kjötinu
  6. Þá er súputeningum ásamt salti, lauk og súpujurtum bætt út í og látið sjóða í 30-40 mín
  7. Eftir þennan tíma smakkaði ég soðið til og þegar ég var ánægð með þar bætti ég grænmetinu út í (gulrætur, karteflur og rófur)
  8. Þetta var soðið þar til grænmetið var mjúkt og ég stakk í það með gaffli (gæti verið frá 15-30 mín eftir hellum og hita)

    Önnur tips:
    - Ég keypti súpukjöt á 898 kr. kg. í Krónunni ófrosið en það er hægt að fá það t.d. frá Goða á 698 kr. kg en þá var það frosið og ég nennti ekki að bíða
    - Ég setti fyrst 3 lítra af vatni og fannst það svo lítið fyrir allt kjötið - bætti við einum i viðbót - síðan þegar suðan var komin upp þá bætti ég við enn einum lítranum

    - Ég
    var of sparsöm á súputeningana til að byrja með og þetta byrjaði í 2stk og endaði í 5stk til þess að fá sem besta og góða bragðið
    - Einnig eru margir sem vilja láta hrísgrjón út í súpuna en mér finnst alveg nóg kolvetni í karteflum og rófum fyrir minn smekk. Jafnvel sleppi ég karteflum næst og nota bara rófur og gulrætur.

    Þessi uppskrift mín gerði ca. 8 lítra af súpu sem mun endast lengi og lengi og því mun ég skammta þessu í box á morgun og geyma í frystinum


Afmælisinnblástur

Fórum í mörg 1. árs afmæli þetta sumarið og ég gleymdi mér alveg og myndaði bara í einu þeirra þrátt fyrir að þau hafi öll verið glæsileg og með geðveikar veitingar.