Ég keypti mér svona þrennu - naut, lamb og önd. Mjög gott og mig langar mikið aftur í sama réttinn. Meðlætið var rosalega gott, steiktir sveppir, krullufranskarnar rosalega góðar og ferska salatið líka. Fannst hins vegar sósan sem fylgdi með ekki góð og bernaise möst með þessu. Mæli hiklaust með þessum rétt - finnst þetta vera í Jamie Oliver stíl bæði hvernig maturinn er borinn fram og staðurinn sjálfur.
Betri helmingurinn fékk sér nautalund og það er enn talað um hvað hvítlaukurinn sem fylgdi með var góður með.
Í eftirrétt var pantað svona fimma.........skyrís, heit súkkulaðikaka, gott í krukku, kúla sem hellt var yfir heit karmella og sorbet. Fannst þetta ágætt en fer ekkert að panta þetta aftur.