Sunday, September 16, 2012

Sjónvarpskaka

Alveg uppáhalds þessi...........

Botninn:
300 gr. sykur
250 gr. hveiti
50 gr. smjörlíki
2 dl. mjólk
4 egg
2 tsk. vanillusykur
2 tsk. lyftiduft

Egg og sykur þeytt saman, þurrefnum blandað við eggjafroðuna. Smjörlíki og mjólk brætt saman og blandað við, sett í vel smurða skúffu og bakað við 175°C í ca. 20 mín.

Kremið:
125 gr. smjörlíki
100 gr. kókosmjöl
125 gr. púðursykur
4 msk. mjólk 

Allt brætt saman í potti og hellt strax yfir kökuna, sett aftur í ofninn nú á 200°C í ca. 10 mín.

Mér finnst hún jafngóð brakandi ný eins og dag til tveggja daga gömul

No comments:

Post a Comment