Hollt - gott og fullt af prótíni og lítilli fitu!
Þessi útgáfa er svona spari spari og ekki eins holl og ég geri venjulega ..........
Ég byrja á því að skera niður í fyllinguna og steiki úr olíu (oftast geri ég upp úr vatni en þetta var spari)
-Hvítlauk
-Rauðlauk
-Sveppi
-Paprika
-Hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
Set í skál og geymi til hliðar
Næst þá skelli ég 1,5 dl af eggjahvítum (ca. 5 stk) á pönnuna og leyfi því að malla þar til það er harnað
Síðan þegar kakan lítur út fyrir að vera tilbúin og elduð í gegn skelli ég smá ost á
Þegar osturinn hefur bráðnað þá fer gummsið ofan á
Næst er eggjakökunni lokað og skellt á diskinn
Mér finnst þetta best með sýrður rjóma til hliðar og kirsuberjatómötum eða öðru grænmeti sem er til
No comments:
Post a Comment