.......borðaði ekki súpu fyrr en árið 2009 en núna er það eitt af uppáhalds og er kjötsúpa eitt af því nýjasta sem ég elska
Ég skellti í eitt stykki kjötsúpu í kvöld og var útkoman ansi fín
Hráefni:
5
lítrar af vatni (byrjaði með 3 en fannst það of lítið og bætti við)
5
lambateningar
2-2,5
kg kjöt á beini
1
stór rófa (ca. 400-600gr.)
6
stórar íslenskar kartöflur (eru aldrei það stórar þessar íslensku (400gr.))
600gr
gulrætur (1 poki frá Fljótshlíð)
1 stk
lítill laukur
1
púrrulaukur
5 msk
súpujurtir
2 msk
salt svartur pipar
Aðferð:
- Ég
byrjaði á þvi að fituhreinsa allt kjötið og skar það í litla bita og setti í
pottinn
(aðrir vilja sjóða bitana óskorna og lítið hreinsaða og þá færði meiri kraft í soðið en mér finnst það subbulegra og meiri fitubragð sem ég vildi ekki) - Byrjaði á því að setja 3-4 lítra af vatni og lét suðuna koma upp
- Froðan veidd ofan af
- Lét sjóða pínu meira til þess að sjá hvort það kæmi meiri froða til þess að fleyta af
- Bætti við pínu meira vatni því mér fannst vökvinn vera lítill á móti kjötinu
- Þá er súputeningum ásamt salti, lauk og súpujurtum bætt út í og látið sjóða í 30-40 mín
- Eftir þennan tíma smakkaði ég soðið til og þegar ég var ánægð með þar bætti ég grænmetinu út í (gulrætur, karteflur og rófur)
- Þetta var soðið þar til
grænmetið var mjúkt og ég stakk í það með gaffli (gæti verið frá 15-30 mín
eftir hellum og hita)
Önnur tips:
- Ég keypti súpukjöt á 898 kr. kg. í Krónunni ófrosið en það er hægt að fá það t.d. frá Goða á 698 kr. kg en þá var það frosið og ég nennti ekki að bíða
- Ég setti fyrst 3 lítra af vatni og fannst það svo lítið fyrir allt kjötið - bætti við einum i viðbót - síðan þegar suðan var komin upp þá bætti ég við enn einum lítranum
- Ég var of sparsöm á súputeningana til að byrja með og þetta byrjaði í 2stk og endaði í 5stk til þess að fá sem besta og góða bragðið
- Einnig eru margir sem vilja láta hrísgrjón út í súpuna en mér finnst alveg nóg kolvetni í karteflum og rófum fyrir minn smekk. Jafnvel sleppi ég karteflum næst og nota bara rófur og gulrætur.
Þessi uppskrift mín gerði ca. 8 lítra af súpu sem mun endast lengi og lengi og því mun ég skammta þessu í box á morgun og geyma í frystinum
No comments:
Post a Comment