Humar er alveg eitt af uppáhalds!
Ég byrja á því að gera marineringuna
-Fersk basilika
-Olía
-Fullt af pressuðum hvítlauk
Næst geri ég heimatilbúið hvítlauksbrauð
-Frosið baguette brauð
-Smjör
-Pressaður hvítlaukur
-Rifinn ostur
Sker brauðin í tvennt og hæfilega stóra bita, bý til mitt eigið hvítlaukssmjör með því að hræra saman ekta íslensku mjúku smjöri og pressuðum hvítlauk og strái osti yfir.
Brauðin og humarinn þurfa svipað langan tíma og rétt áður en humarinn er klár þá skelli ég fullt af kirsuberjatómötum á grillið þar til þeir verða mjúkir og fínir
Síðan bara borðað með bestu lyst og hvítvíni
No comments:
Post a Comment