Gerði svo góðar eplamöffins áðan
Þær voru líka alveg að bjarga kvöldmatnum sem klúðraðist og endaði í soðnum fiskibollum með brúnni sósu og kartöflumús
Uppskriftin er tvíþætt
Kakan sjálf:
60 gr. smjör í stofuhita
170 gr. sykur
0,5 tsk vanilludropar
1 stk egg
1,25 dl mjólk
225 gr. hveiti
2 tsk lyftiduft
0,5 tsk salt
0,5 tsk kanill
160 gr. epli skorin smátt (hef meira næst!)
Smjör og sykur er þeytt saman
Eggi bætt við
Síðan er mjólkin ásamt þurrefnum bætt við
Eplum bætt við með sleif
Síðan reif ég niður bökunarpappír og setti í Pyrex mótin mín og setti 1 msk af deig í og fékk 13 múffur úr þessari uppskrift
Toppur:
60 gr. sykur
35 gr. hveiti
0,5 tsk kanill
30 gr. smjör í stofuhita
Hrært saman með höndunum og á að vera þurrt crumble og mulið yfir deigið
Sett inn í ofn 190 gráður í 28 mín á undir og yfir hita
Mjög mjúkar og góðar