Átti hellings afgang af beikoninu úr brunchinum sem ég var með upp í bústað
Ég tími alls ekki að henda afgöngum þannig ég ákvað að nýta það í eitthvað
Svona fyrir utan að gera svona dýrindis lúxus beikon loku.
Í henni er:
Baguette
Dijon sinnepssósa
Mexíkó ostur
Gúrka
Silkiskorin lúxus skinka
Slatti af stökku beikoni.
Er ekki mikið í pastagerð en mér fannst spennandi tilhugsun að gera pastarétt í ætt við pasta carbonara
Hráefni fyrir 2:
50 gr. heilhveitipasta (eru 150 kcal í 50 gr. eða 75 á mann)
Slatti beikon t.d hálfan til 1 pakka (milljón kcal) - kaupi sjálf lúxus beikon
1-2 kjúklingabringur
1 Rauð paprika
2-3 geirar af hvítlauk
Svartur pipar
Dass af matreiðslurjóma (15% fita - notaði svona 1/4 af fernunni)
Aðferð:
Ef beikonið er ekki tilbúið eins og hjá mér þá myndi ég byrja að steikja það - sjálf geri ég alltaf beikon í ofni. Þannig verður það stökkara og minni fita þar sem þú notar ekki fitu við að steikja það og síðan lekur eitthvað af fitunni burt. Einnig nota ég lúxus beikon og það er miklu minni fita á því, verður stökkara og betra að mínu mati
Byrja á því að brytja kjúklinginn í smáa bita og steiki á pönnu. Pipra mjög vel. Alveg miklu meira en maður gerir venjulega.
Á meðan kjúklingurinn er að malla er pastað soðið í potti.
Síðan er paprikan brytjuð niður og hent á pönnuna ásamt hvítlauknum. Beikonið er skorið niður Síðan er pastanu og beikoninu hent á pönnuna og látið malla smá
Hérna er þetta á malla á pönnunni
Síðan er matreiðslurjóma eftir smekk skellt út á. Persónulega vildi ég ekki hafa mikin rjóma eða rjómabragð þannig ég setti bara smá.
Voilá