Monday, April 30, 2012

Kokteilakvöld

Það var kokteilakvöld hjá okkur stelpunum um helgina......góð vinkona mín hún Dísa sá um kokteilgerðina og gerði svo marga góða og fallega.

Ananas hlunk kokteill


 
Jarðaberja mohito klikkar aldrei!!

Saturday, April 28, 2012

Tapashúsið

Og enn heldur eldunarletinni áfram

Fór út að borða með vinkonum mínum í vikunni. Fengum alveg rosalega góðan mat og drykk

Sangria er svo mikið möst þegar maður fær sér Tapas......hægt að fá rauðvíns, hvítvíns, cava og óáfenga. Mæli þeð þessu!!

 Þetta er djúpsteiktur leturhumar. Myndi persónulega ekki panta þennan rétt aftur.....var góður en samt bara eins og djúpsteiktar rækjur....hehe
 Nautacarpaccio með machengo osti - rosalega gott!!
 Humarsúpan var mjög bragðgóð með miklum humri, skelfisk og rækjum
 Tígrisrækjan var góð
 Naut og bernaise klikkar ekki
 Lakkrískaka og ís
 Ávaxtafondú - súkkulaðið kom sér í heitum potti
 
Djúpsteiktur camenbert með rifsberjum



 
Fallegt útsýni


Thursday, April 26, 2012

Afmæli

Lítið búið að vera um nýja eldamennsku á heimilinu en mér var boðið í afmæli í vikunni

Fékk þessar ljúffengu veitingar
 Alveg rosalega gott japanskt kjúklingasalat
 Kornfleggs kökur klikka aldrei
 Þessi kaka kemur ný og sterk inn!!! alveg rosalega góð og verður BETRI og betri því eldri sem hún er. Gula kremið er vanillusmjörkrem og hvíta hálfgert frosting
 Síðan þessi klassíska skyrkaka sem klikkar seint

Á svoooooo myndalegar vinkonur..........ekki hægt að segja annað

Friday, April 20, 2012

Hráfæðiskókoskúlur

Ég geri oft hráfæðiskókoskúlur, gott að draga þær fram þegar ég fæ óvænta gesti

Súper easy og gott - auðvitað í þeim skilningi að þú viljir vera á "hollu" brautinni.


Hráefni:
100 gr kókosmjöl
100 gr möndlur
30 gr hreint kakódut (ég nota frá Sollu grænu)
250 gr döðlur

Sjóðandi vatn

Aðferð:
Byrja á því að sjóða vatn, skelli döðlum í ílát. Læt sjóðandi vatn fljóta rétt yfir og geymi í 30 mín ca.
Síðan er döðlunum, möndlum og vatni skellt í matvinnsluvél og hrært vel saman. Frekar að nota minna vatn en meira því það þarf að vera hægt að móta kúlurnar.
Síðan er kakóduftinu og kókosmjölinu bætt út í.
Síðan eru kúlurnar mótaðar og velt upp úr kókos

Hægt að geyma í ísskáp eða í frysti ef þær eru ekki notaðar fljótlega.

Tuesday, April 17, 2012

Disaster balls

Ég elska fiskibollur, tengdó gerir bestu fiskibollur sem ég hef smakkað.

Ákvað að gerast frökk og prófa - fann ægilega fína uppskrift á netinu. Var ekki old school heldur framandi með hvítlauk, Ab-mjólk, steinselju og fleiru gúrmé.

Þetta byrjaði allt saman vel - síðan þegar ég ætlaði að fara elda þær þá byrjaði klúðrið - átti að vera ca. 7-8 mín á hvorri hlið en þá var ekkert að gerast. Síðan þornaði allt upp og ég fór að bæta og bæta vatni á bollurnar. Útkoman var vægast sagt skrítin og áferðin ekki að gera sig.
Bragðið var þó ekki slæmt en ég þarf klárlega að æfa mig betur í þessu og ætla fá uppskriftina frá tengdó áður en ég legg í annað svona ævintýri!! og eldhúsið allt á hvolfi!!

Kalla þessar bollur DISASTER BALLS héðan í frá

En til að hugga mig eftir matinn þá hafði ég gert hráfæðissúkkulaðiköku fyrr um daginn sem var mjög góð og stóðst væntingar. Meira að segja herramanninum á heimilinu fannst hún vel æt og það er ekki sjálfgefið þegar það kemur að hráfæði og öðru í hollustuflokknum

Lygilega góð skyrsósa sem passar við öll tilefni

Þessi er sjúklega holl, góð og passar með öllu


Fékk hana fyrst fyrir 7 árum og þá var venjulegur laukur í henni og majónes. Hvorugt er ekki alveg minn stíll - nota aldrei majónes í neitt.

Núna 7 árum síðar er þetta uppáhalds sósan mín!! á lambakjötið, snakkið, grænmetið og hamborgarann

Hráefni sem þarf:
1 dolla hreint skyr frá KEA
1 dolla sýrður rjómi 5%
1 púrrulaukur
Dass af dilli

Aðferð:
Byrja á því að skera púrrulaukinn niður.
Hræri saman skyrinu og sýrða rjómanum, lauknum og skelli dilli út í. Ég vill hafa mikið - mér finnst þetta vera svona eftir auganu

Best að gera þetta að morgni og láta standa í stofuhita og síðan kælt eða daginn áður þetta er notað. Trixið við sósuna er að láta laukinn taka sig svo skyrbragðið eyðist


Allir sem hafa smakkað hana hjá mér finnst hún góð og trúa ekki að þetta sé búið til úr skyri

Sunday, April 15, 2012

Grænt pestó á kjúkling & brauð

Ég vill aldrei henda mat, finnst það synd og hugsa alltaf um fátæku börnin í Afríku eins og var sagt við mig þegar ég var lítil.

Um páskana gerði ég marineringu á humar sem er rosalega góð og í henni er basilika. Ég nota að sjálfsögðu bara brotabrot af heilu búnti sem kostar litlar 479 krónur!!
Þannig ég ákvað að skella bara í pestó til þess að nýta basilikuna.

Hérna er ég með beyglu, pestó, mozarella, smá meira pestó, ruccola og tómat

Hráefni:
Búnt af basiliku
2-3 geirar af hvítlauk
1 dl ólivíuolía
1 pakki af furuhnetum (held að þær komi í 70-100 gr. pakkningum)
Smá salt og pipar


Aðferð:
Skelli öllu í matvinnsluvél og þá er þetta tilbúið

Fékk alveg meira en nóg úr þessari uppskrift að mínu mati. Ákvað að skella í pestó kjúkling eitt kvöldið og þá sker ég bara bringur í bita og maka smá pestó og inn í ofn í 30 mín.





Wednesday, April 11, 2012

Beikon - beikonpasta - beikonlúxussamloka

Átti hellings afgang af beikoninu úr brunchinum sem ég var með upp í bústað

Ég tími alls ekki að henda afgöngum þannig ég ákvað að nýta það í eitthvað

Svona fyrir utan að gera svona dýrindis lúxus beikon loku.

Í henni er:
Baguette
Dijon sinnepssósa
Mexíkó ostur
Gúrka
Silkiskorin lúxus skinka
Slatti af stökku beikoni.

Er ekki mikið í pastagerð en mér fannst spennandi tilhugsun að gera pastarétt í ætt við pasta carbonara

Hráefni fyrir 2:
50 gr. heilhveitipasta (eru 150 kcal í 50 gr. eða 75 á mann)
Slatti beikon t.d hálfan til 1 pakka (milljón kcal) - kaupi sjálf lúxus beikon
1-2 kjúklingabringur
1 Rauð paprika
2-3 geirar af hvítlauk
Svartur pipar
Dass af matreiðslurjóma (15% fita - notaði svona 1/4 af fernunni)

Aðferð:
Ef beikonið er ekki tilbúið eins og hjá mér þá myndi ég byrja að steikja það - sjálf geri ég alltaf beikon í ofni. Þannig verður það stökkara og minni fita þar sem þú notar ekki fitu við að steikja það og síðan lekur eitthvað af fitunni burt. Einnig nota ég lúxus beikon og það er miklu minni fita á því, verður stökkara og betra að mínu mati

Byrja á því að brytja kjúklinginn í smáa bita og steiki á pönnu. Pipra mjög vel. Alveg miklu meira en maður gerir venjulega.
Á meðan kjúklingurinn er að malla er pastað soðið í potti.
Síðan er paprikan brytjuð niður og hent á pönnuna ásamt hvítlauknum. Beikonið er skorið niður Síðan er pastanu og beikoninu hent á pönnuna og látið malla smá

Hérna er þetta á malla á pönnunni
Síðan er matreiðslurjóma eftir smekk skellt út á. Persónulega vildi ég ekki hafa mikin rjóma eða rjómabragð þannig ég setti bara smá.
Voilá

Síðbúið páskablogg

Mikið gott var brasað og gert í eldhúsinu þessa páskana

Smá sýnishorn hvað var í boði

Kvöldnasl
 Skyrídýfa/sósa - er sko BEST í heimi með grillkjöti, snakki eða grænmeti
 Bjórnasl sem er sívinsælt hvort sem það er í veislum eða útilegum
 Gott salat og kósýheit
Grillað lambainnlæri
 Eftirréttabomba - hef bloggað um hana áður
 Power brunch til hátíðarbrigða


 Geggjuð beygla með heimatilbúnu pestó, tómati, mozzarella og ruccola. Algjört lostæti

 Left over lúxus samloka
 Klassískt hangikjöt
 Heilsteikt roastbeef
Og það vantar mynd af grilluðum humar, heimatilbúnu hvítlauksbrauði og fleira.

Set inn uppskriftir af einhverju af þessu seinna meir