Friday, April 20, 2012

Hráfæðiskókoskúlur

Ég geri oft hráfæðiskókoskúlur, gott að draga þær fram þegar ég fæ óvænta gesti

Súper easy og gott - auðvitað í þeim skilningi að þú viljir vera á "hollu" brautinni.


Hráefni:
100 gr kókosmjöl
100 gr möndlur
30 gr hreint kakódut (ég nota frá Sollu grænu)
250 gr döðlur

Sjóðandi vatn

Aðferð:
Byrja á því að sjóða vatn, skelli döðlum í ílát. Læt sjóðandi vatn fljóta rétt yfir og geymi í 30 mín ca.
Síðan er döðlunum, möndlum og vatni skellt í matvinnsluvél og hrært vel saman. Frekar að nota minna vatn en meira því það þarf að vera hægt að móta kúlurnar.
Síðan er kakóduftinu og kókosmjölinu bætt út í.
Síðan eru kúlurnar mótaðar og velt upp úr kókos

Hægt að geyma í ísskáp eða í frysti ef þær eru ekki notaðar fljótlega.

No comments:

Post a Comment