Þessi er sjúklega holl, góð og passar með öllu
Fékk hana fyrst fyrir 7 árum og þá var venjulegur laukur í henni og majónes. Hvorugt er ekki alveg minn stíll - nota aldrei majónes í neitt.
Núna 7 árum síðar er þetta uppáhalds sósan mín!! á lambakjötið, snakkið, grænmetið og hamborgarann
Hráefni sem þarf:
1 dolla hreint skyr frá KEA
1 dolla sýrður rjómi 5%
1 púrrulaukur
Dass af dilli
Aðferð:
Byrja á því að skera púrrulaukinn niður.
Hræri saman skyrinu og sýrða rjómanum, lauknum og skelli dilli út í. Ég vill hafa mikið - mér finnst þetta vera svona eftir auganu
Best að gera þetta að morgni og láta standa í stofuhita og síðan kælt eða daginn áður þetta er notað. Trixið við sósuna er að láta laukinn taka sig svo skyrbragðið eyðist
Allir sem hafa smakkað hana hjá mér finnst hún góð og trúa ekki að þetta sé búið til úr skyri
Við prófuðum sósuna þína í kvöld og fannst hún mjög góð. Vorum með kjúkling og kartöflur með. Það var slatti eftir af henni þannig að ég er að hugsa um að hafa hana með fiski á morgun:)
ReplyDelete