Sunday, April 15, 2012

Grænt pestó á kjúkling & brauð

Ég vill aldrei henda mat, finnst það synd og hugsa alltaf um fátæku börnin í Afríku eins og var sagt við mig þegar ég var lítil.

Um páskana gerði ég marineringu á humar sem er rosalega góð og í henni er basilika. Ég nota að sjálfsögðu bara brotabrot af heilu búnti sem kostar litlar 479 krónur!!
Þannig ég ákvað að skella bara í pestó til þess að nýta basilikuna.

Hérna er ég með beyglu, pestó, mozarella, smá meira pestó, ruccola og tómat

Hráefni:
Búnt af basiliku
2-3 geirar af hvítlauk
1 dl ólivíuolía
1 pakki af furuhnetum (held að þær komi í 70-100 gr. pakkningum)
Smá salt og pipar


Aðferð:
Skelli öllu í matvinnsluvél og þá er þetta tilbúið

Fékk alveg meira en nóg úr þessari uppskrift að mínu mati. Ákvað að skella í pestó kjúkling eitt kvöldið og þá sker ég bara bringur í bita og maka smá pestó og inn í ofn í 30 mín.





No comments:

Post a Comment