Tuesday, April 17, 2012

Disaster balls

Ég elska fiskibollur, tengdó gerir bestu fiskibollur sem ég hef smakkað.

Ákvað að gerast frökk og prófa - fann ægilega fína uppskrift á netinu. Var ekki old school heldur framandi með hvítlauk, Ab-mjólk, steinselju og fleiru gúrmé.

Þetta byrjaði allt saman vel - síðan þegar ég ætlaði að fara elda þær þá byrjaði klúðrið - átti að vera ca. 7-8 mín á hvorri hlið en þá var ekkert að gerast. Síðan þornaði allt upp og ég fór að bæta og bæta vatni á bollurnar. Útkoman var vægast sagt skrítin og áferðin ekki að gera sig.
Bragðið var þó ekki slæmt en ég þarf klárlega að æfa mig betur í þessu og ætla fá uppskriftina frá tengdó áður en ég legg í annað svona ævintýri!! og eldhúsið allt á hvolfi!!

Kalla þessar bollur DISASTER BALLS héðan í frá

En til að hugga mig eftir matinn þá hafði ég gert hráfæðissúkkulaðiköku fyrr um daginn sem var mjög góð og stóðst væntingar. Meira að segja herramanninum á heimilinu fannst hún vel æt og það er ekki sjálfgefið þegar það kemur að hráfæði og öðru í hollustuflokknum

No comments:

Post a Comment