Ég er afmælissjúk, ég elska sjálf að eiga afmæli og halda upp á afmæli með öðrum.
Á sunnudaginn átti ég afmælismann og hann vildi ekki halda upp á neitt afmæli sem ég persónulega skil ekki en ég ákvað samt að græja smá til að hafa ef gestir myndu mæta óvænt.
-Gerði möffins með lakkrískurli - hugmyndin hljómaði alveg mjög vel en útkoman var ekki eins góð. Þarf að prófa þetta aftur og kem þá með nákvæma uppskrift.
-Bollakökur úr karmellusúrmjólk og vanillustöng með hvítsúkkulaði/smjörkreminu hennar Evu Laufeyjar.
-Skar niður helling af fersku grænmeti og með sýrða rjóma ídýfu með.
Þeir gestir sem komu borðuðu með bestu lyst og afmælisdrengnum fannst þetta vera BESTU bollakökur sem hann hefur smakkað :)
Ekki leiðinlegt að heyra það.
No comments:
Post a Comment