Monday, March 26, 2012

Piparsteik

Finnst gaman að elda aðeins fínna um helgar ef ég nenni

Gerði þessa dýrindis piparsteik í gær


Var ótrúlega snögg að þessu líka 

Hráefni:
400-500 gr. Piparsteik (ég keypti mína á 30% afslætti í Hagkaup á ca. 1200 kr.)
Nokkrar karteflur
Svartur pipar
Smá olía
1/3-1/2 dolla matreiðslurjómi
1 stk nautakraftur
Salat

Aðferð:
Byrja á því að hita ofninn, sker karteflurnar niður í litla báta, set smá ólíu og krydda.
Á meðan kartöflurnar brúnast stilli ég pönnuna á lágan hita (hjá mér ca. 5, af 12). Set kjötið á og loka.
Síðan sný ég kjötinu bara reglulega við og passa að það sé nægur vökvi svo kjötið brenni ekki.
Græja til salat
Kjötið og kartöflurnar voru tilbúnar á sama tíma hjá mér og ég setti kjötið á diskinn og lét taka sig meðan ég skellti matreiðslurjóma á pönnuna með krafti og lét malla smá og þá var komin hin fínasta auðvelda sósa.


Fínasti sunnudagsmatur

1 comment: