Að elda hollan og góðan mat á hverjum degi getur verið ansi tímafrekt og ég reyndi að elda eins hollan og auðveldan mat og ég get. Reyni líka að hafa hráefnin einföld og oftast elda ég úr hráefni sem er alltaf til í skápunum hjá mér.
Nýjasta æðið er að elda í ofni, hvort sem það er að henda kjúkling með marineringu eða fisk og tilbúið á 20-30 mín max og á meðan maturinn mallar þá er allur tími í heiminum til þess að stússa við önnur heimilisstörf.
Á þessu heimili er borðaður fiskur 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum og nýi uppáhalds fiskurinn er í ofni með salsa og sýrðum.
Hráefni fyrir 2:
-Þorskur eða ýsa 300-500 gr.
-Ca. hálf dolla af 5% sýrðum rjóma
-Ca. 2/3 af salsa sósu eftir smekk
-Smá piri piri krydd fyrir þá sem vilja
Aðferð:
Stilli ofninn á 180 gráður
Tek fiskinn úr frysti og raða í eldfast form, hræri salsa og sýrðum saman í skál, fyrir þá sem vilja þá bæti ég stundum smá piri piri kryddi í blönduna til að gera sterkara bragð og helli yfir fiskinn.
Inn í ofn í 20-30 mín eða bara þar til mér finnst hann tilbúin.
Persónulega finnst mér fiskur bestur þegar hann er "of" eldaður á íslenska vísu. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég hráan fisk að mínu mati, er svona slepjulegur.
Á þessu heimili er ekki verið að borða kartöflur, brauð eða hrísgrjón með mat nema við sérstök tilefni og meðlæti er ferkst salat. Stundum/oftast nenni ég ekki að skera niður og þá skelli ég bara slatta af spínati á disk og kirsjuberjatómata.
Gott og einfalt
No comments:
Post a Comment