Eins og alltaf þá reyni ég að hafa einfalt en samt gott. Í boði var lambainnlæri, karöflur, svepparjómasósa og salat.
Viðurkenni að þetta er með því flóknara sem ég nenni að elda svona miðað við hráefnismagn
Hráefni:
Lambainnlæri 300-500 gr.
Kartöflur 2 stk
1/2 pakki af sveppum
1/2 ferna Matreiðslurjómi 15%
1 nautateningur - eða eftir smekk
Smá maiezinamjöl
Salat eftir smekk
Olía
Salt og pipar
Aðferð:
Hita ofninn í 180 gráður
Sker kartöflurnar í sneiðar og set í plastpoka, helli smá olíu í pokann og salt og pipar. Raða síðan sneiðum á ofnplötu með bökunarpappír í ofn.
Marinera innlærið annað hvort með olíu og salt og pipar eða skelli original Cai pi á.
Skelli innlærinu á pönnu og brúna allan hringinn. Set síðan í eldfast mót eða disk inn í ofn í 15-20 mín (ég tók út eftir 12 og þá var hún hrá.....bætti við ca. 5 mín og þá var hún samt VEL rauð að innan)
Á meðan maturinn mallar í ofninum þá skelli ég sveppum á pönnuna, síðan matreiðslurjómanum, teningnum og smá maizinamjöli til að þykkja sósuna.
Í þetta skipti gerði ég "flóknara" salat en oft áður, spínat, tómatar, mangó og fetaostur. Samt svo einfalt.
mmmm... vá hvað þetta er girnilegt hjá þér :)
ReplyDelete