Tuesday, March 6, 2012

Bolla bolla

Ég prófaði að gera bollur á bolludaginn, hafði heyrt um húsmæður til margra ára væru að klúðra bollunum þannig ég lagði allt mitt í að þetta myndi heppnast sem það gerði.

Kemur kannski of seint en það er þá til fyrir næsta ár.


Hráefni:
80 gr. Smjör
2 dl. Vatn
100 gr. Hveiti
3 stk. Egg
Salt af hnífsoddi.

Aðferð:
  1. Hitið vatn og smjör saman í potti að suðu (gott að bræða smjör örlítið áður en vatnið er sett út í) bætið þá hveiti og salti saman við og slökkvið á hellunni.
  2. Hrærið  með sleif þar til deigið verður slétt og fellt
  3. Blandan er sett í hrærivélaskál og hrærð með þeytara þar til hún  kólnar að mestu.
  4. Eggin eru sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel í  á milli. Hrært þar til hræran verður jöfn og góð.
  5. Þetta er sett á bökunarpappír (á bökunarplötu)  með t.d. matskeið. Gott að hafa gott bil á milli.
  6. Þetta er síðan bakað við 200°C í 25 mín við blástur og 200° í 25-30 mín við yfir og undirhita. Það má ekki opna ofninn meðan á bakstri stendur. Passið að hafa nægilegt bil á milli svo bollurnar geti blásið út

    Skar bollurnar í tvennt þegar þær voru búnar að kólna, bræddi súkkulaði og stakk hattinum ofan í skálina og látið kólna

    Ég borða ekki venjulegan rjóma þannig ég nota svona jurtarjóma (ekki skemmir fyrir að hann sé 5% feitur í stað 40%) og síðan átti ég enga aðra sultu en hindiberja sem er sukurlaus í háu krukkunum. Skar síðan niður fersk jarðaber.
NAMM þetta var gott - hlakka til að prófa aftur á næsta ári

No comments:

Post a Comment