Svona lítur þetta út áður en ég skellti þessu í ofninn
Hráefni:
-300-500 gr. fiskur
-Tex Mex smurostur (ég notaði svona 1/4 af öksjunni)
-5% sýrður rjómi (notaði svona 1/3 af öskjunni)
-Piri piri krydd
-Frosið broccoli
-Frosið blómkál
Aðferð:
Hræri saman Tex Mex ostinum, sýrðum rjóma og piri piri kryddi
Set fiskinn í eldfast mót
Smyr blöndunni á fiskinn (ég nota frosinn fisk, ef ég væri með afþýddan fisk þá myndi ég bara þynna blönduna með vatni til að setja yfir)
Raða síðan grænmeti í kring og inn í ofn
SÚPERAUÐVELD eldamennska og bragðgott
No comments:
Post a Comment