Saturday, March 17, 2012

Kókoskjúklingur

Gerði nýjan kjúkling í gærkvöldi
Mér fannst hann geðveikt góður og sé mikla möguleika að nota marineringuna í salat í sumar en betri helmingnum fannst hann ekki eins góður - spurning hvort það er eitthvað í honum sem hann fílaði ekki eða hvort hann hafi verið of sætur og stelpulegur fyrir hann.


Er súpereinfalt eins og allir réttirnir sem ég geri

Hráefni:
Kjúklingabringur
5% sýrður rjómi
Mangó chutney í krukku
Kókosmjöl
Piri Piri krydd

Aðferð:
Set ofninn á 185 gráður með blæstri
Sker bringur í minni bita og set í eldfast mót.
Hræri saman ca. hálfri dós af sýrðum rjóma, 1,5 tsk mangó chutney og dass af kókosmjöli. Set líka piri piri krydd til að gera smá sterkt bragð.
Í raun er þetta bara eftir smekk hvað hver vill og þess vegna er ég ekki með nákvæm mál.

Skelli þessu yfir kjúllann og síðan inn í ofn í 35 mín
Gott salat með.

Mun klárlega gera þessa marineringu í sumarsalat með jarðaberjum og mangó í framtíðinni

1 comment:

  1. Hljómar vel! Stefni á að prófa þennan :)

    ReplyDelete