Þetta er mjög auðveldur thai réttur
Hefði reyndar viljað taka mynd áður en þetta var búið að malla og verða allt svona brúnt en gott og auðvelt er þetta
Hráefni fyrir 2:
Kjúklingabringur
Frosið vok grænmeti í poka
2-3 msk soja sósa
1 msk hunang
Piri Piri krydd
Aðferð:
Byrja á því að skera bringurnar í smærri bita, er að skera hverja bringu í svona 4 bita ca.
Set á pönnu og léttsteiki þær. Set síðan hunangið og soja sósuna á pönnuna þegar kjúllinn er orðin brúnaður, bæti síðan við dass af piri piri til að fá sterkt bragð (er í raun eftir smekk hversu sterkt fólk vill hafa það). Læt malla smá og bæti við ca. hálfum poka af vok blöndu eða eftir smekk.
No comments:
Post a Comment