Thursday, March 8, 2012

Fljótleg eftirrétta "BOBA"

Mér finnst ég lenda oft í eftirréttarkrísu, er eitthvað sein fyrir, hef takmarkaðan tíma o.s.frv.

Eini eftirrétturinn sem súper fljótlegur og slær alltaf í gegn er ávaxtabomban.


Við vinkonurnar notum þetta mjög mikið og fæst hráefnið oftast allt í bónus

Hráefni:
Marengsbotn frá Bónus (ég nota hvítan)
1 peli rjómi
4 kókosbollur í pakka
2-4 kiwi
1 askja af jarðaberjum
1 askja af bláberjum (hef alveg sleppt því ef verðið er of hátt eins og stundum á veturna)

Síðan ef þú vilt fara alla leið í óhollustunni þá er gott að setja 1 stk mars súkkulaði og 1 stk snickers líka

Aðferð:
Best er að gera þetta allt með höndunum svo það er vissara um að þvo sér vel áður eða nota latex hanska.
Brýt botninn niður í litla bita og set í eldfast mót, þeyti rjómann og set yfir, brýt kókosbolluna niður og legg ofan á rjómann, sker ávextina í hæfilega bita og legg yfir.
Ef mars og snickers er notað þá er það bara skorið í litla bita og hent yfir
Best að gera svona 5-12 tímum áður en þetta er borðað

Einfaldari eftirréttur finnst varla

No comments:

Post a Comment