Uppáhalds þessa dagana er hafragratur með bláberjum og kanil eða góður smoothie sem ég laga á mismunandi hátt (kem með uppskriftir af því seinna)
Ég er nýbyrjuð að kunna meta hafrana og ég borða hann ekki á hefðbundin hátt sem er víst að sjóða í potti.
Mín aðferð er........set haframjöl í skál, strái kanil yfir, næ í frosin ber úr frystinum og skelli síðan slatta af sjóðandi vatni yfir.
Svona lítur þetta út áður en ég set vatnið
Og með vatninu - sumir segja að þetta séu bara fljótandi hráir hafrar en mér finnst þetta gott
Ég verð að prófa þetta held ég. Finnst venjulegur hafragrautur ekki góður , kannski slær þetta í gegn;) kv.Tina
ReplyDelete