Monday, March 12, 2012

Túnfisks"pizza"

Ég elska túnfiskspizzur, hef gert þær í mörg mörg ár.
Var vön að baka hana sjálf úr spelti eða heilhveiti en núna nýlega fór ég að prófa mig áfram með tortillur.

Maður er svo endalaust snöggur að gera tortillupizzur því ég á alltaf hráefnið í ísskápnum þannig þetta er fljótlegur hádegis eða kvöldmatur.

Áður en pizzan fer í ofninn

Hráefni í eina pizzu:
1 stk heilhveiti tortilla
Pizzusósa
1 dós túnfisk í vatni (nota stundum hálfa ef ég er að gera mat fyrir tvo)
1 hvítlauksrif
2-3 kirsuberjatómatar
Kotasæla
Svartur pipar

Aðferð:
Skelli tortillunni á bökunarplötu með bökunarpappír og inn í ofn í smástund þar til hún verður stökk.
Set pizzusósu á þegar tortillan er orðin heit og stökk
Passa að taka allan safa af túnfisknum (ef hann er of blautur þá verður allt svo blautt og mikið jukk). Skelli honum síðan á, set fullt af kotasælu eftir smekk, síðan tómata og hvítlauk og svartan pipar.
Sett inn í ofn í svona 5-10 mín. Fer eftir því hversu crunchy maður vill að pizzan verði.

Pizzan komin úr ofninum og orðin crunchy

Mér finnst þetta rosalega gott og þetta er alveg endalaust hollt og stútfullt af próteini.

No comments:

Post a Comment