Súper einfaldur kvöldmatur eða hádegismatur fyrir þá sem gera spínatkjúllann sem ég bloggaði um í gær.
Hráefni:
Kjúklingur frá kvöldinu áður, sjá hér
Heilhveititortillur
Tex Mex smurostur
5% feta ostur
Agúrka
Spínat
Aðferð:
Tortillur eru settar á bökunarplötu með bökunarpappír, miðjan á þeim er smurð með Tex Mex osti, kjúklingurinn skorinn í bita og settur á ostinn, smá feta osti dreift yfir. Sett inn í ofn í smástund þar til osturinn bráðnar. Spínati og gúrkum skellt yfir og lokað með tannstöngli
Svona lítur þetta út eftir að þetta kemur úr ofninum
Síðan er gúrkum og spínati skellt yfir þetta
Brotið saman og fest með tannstöngli
lítur ógeðslega út mætti húgsa að .etta er krabbameínsveldandi
ReplyDelete