Öllu skellt saman í eldfast mót og inn í ofn
Hráefni fyrir 2:
300-500 gr. hvítur fiskur
ca. hálf dolla 5% sýrður rjómi
dass af karrý eftir smekk
dass af piri piri kryddi eftir smekk
Broccoli og blómkál
Aðferð:
Hita ofninn í 180 gráður og raða fiskflökum í eldfasta mótið
Hræri saman sýrðum rjóma, karrý og piri piri (mér finnst það þurfa vera bara eftir smekk bragðið)
Skelli blöndunni yfir fiskinn og inn í ofn með grænmetinu
Einfalt, gott og gamaldags - það má stundum
No comments:
Post a Comment