Ég er algjör Saffran fíkill, ef það er borðaður skyndibiti á þessu heimili þá er alltaf Saffran fyrir valinu ef ég fæ að ráða. Ég kaupi mér oftast Saffran naanwich og þá fæ ég með saffran jógúrtsósu og chili sósu. Undanfarið hef ég borðað svo lítið af chili sósunni þannig núna er ég farin að geyma hana inn í ísskáp og nota hana núna á fisk. Það er líka auðvelt að búa til sitt eigið chili eða bara nota piri piri kryddið sem er algjört uppáhald hjá mér. Síðan kaupi ég bara jógúrtsósuna í Bónus.
Hráefni fyrir 2:
-Þorskur eða ýsa 300-500gr.
-Saffran jógúrtsósa fæst í Bónus
-Chili sósa frá Saffran/heimatilbúin eða bara piri piri eftir smekk
Þetta er gert eins og fiskurinn fyrir neðan. Ótrúlega einfalt, fljótlegt og hollt.
Áður en hann fer í ofninn, bara smyr þessu á
Komið úr ofninum og komin með salat með (gúrka, gulrætur, kirsuberjatómatar og mangó)
Myndin er ekkert úber girnileg en svona er þetta bara einfalt og fljótlegt og nánast engin fyrirhöfn með salatið
No comments:
Post a Comment