Friday, March 30, 2012

Easy thai

Þetta er mjög auðveldur thai réttur

Hefði reyndar viljað taka mynd áður en þetta var búið að malla og verða allt svona brúnt en gott og auðvelt er þetta

Hráefni fyrir 2:
Kjúklingabringur
Frosið vok grænmeti í poka
2-3 msk soja sósa
1 msk hunang
Piri Piri krydd

Aðferð:
Byrja á því að skera bringurnar í smærri bita, er að skera hverja bringu í svona 4 bita ca.
Set á pönnu og léttsteiki þær. Set síðan hunangið og soja sósuna á pönnuna þegar kjúllinn er orðin brúnaður, bæti síðan við dass af piri piri til að fá sterkt bragð (er í raun eftir smekk hversu sterkt fólk vill hafa það). Læt malla smá og bæti við ca. hálfum poka af vok blöndu eða eftir smekk.

Wednesday, March 28, 2012

Afmælisstelpa

Ég elska afmæli
Eyddi mínum afmælisdegi í faðmi fjölskyldu og vina

Var búin að baka og græja allt um helgina þannig það var bara að græja þetta til á afmælisdaginn sjálfan

Búin að setja á afmælisbollakökurnar

Alltaf klassík að hafa grænmeti og ídýfu

Hluti af kökupinnunum
Kökupinnar voru svolítið aðalmálið í þessu afmæli þrátt fyrir að vera með fleiri veitingar sem ég myndaði ekki

Monday, March 26, 2012

Piparsteik

Finnst gaman að elda aðeins fínna um helgar ef ég nenni

Gerði þessa dýrindis piparsteik í gær


Var ótrúlega snögg að þessu líka 

Hráefni:
400-500 gr. Piparsteik (ég keypti mína á 30% afslætti í Hagkaup á ca. 1200 kr.)
Nokkrar karteflur
Svartur pipar
Smá olía
1/3-1/2 dolla matreiðslurjómi
1 stk nautakraftur
Salat

Aðferð:
Byrja á því að hita ofninn, sker karteflurnar niður í litla báta, set smá ólíu og krydda.
Á meðan kartöflurnar brúnast stilli ég pönnuna á lágan hita (hjá mér ca. 5, af 12). Set kjötið á og loka.
Síðan sný ég kjötinu bara reglulega við og passa að það sé nægur vökvi svo kjötið brenni ekki.
Græja til salat
Kjötið og kartöflurnar voru tilbúnar á sama tíma hjá mér og ég setti kjötið á diskinn og lét taka sig meðan ég skellti matreiðslurjóma á pönnuna með krafti og lét malla smá og þá var komin hin fínasta auðvelda sósa.


Fínasti sunnudagsmatur

Sunday, March 25, 2012

Baksturshelgin mikla

Tók major baksturshelgi á þetta

Þar sem ég er mikið afmælisbarn og á afmæli á þriðjudaginn þá ákvað ég að skella í nokkrar tegundir í miklu magni og setja í frystinn

Byrjaði á því að skella í pizzasnúða


Gerði fullt af cupcakes sem bíða eftir að fá krem á sig. Byrjaði að nota þessi sætu pastellituðu form sem komu ekki nógu vel út þannig ég gerði helmingin af deiginu í öðrum formum

Skreytingarefni í kökupinna
Ákvað að prófa skreyta einn af hverri tegund. Ég er svo sannarlega ekki atvinnumanneskja í kökupinnum og kúlan misheppnaðist og þessir heppnuðust svosem en útlitið ekki alveg eins og ég vildi. Verður vonandi betra næst - Æfingin skapar meistarann!

Saturday, March 24, 2012

Frystikista

Ég elska að baka og þá sérstaklega í miklu magni og frysta. Frystikista var eitt af því fyrsta sem ég fjárfesti í á heimilinu.
Það er svo gaman að eiga gott bakkelsi þegar maður á von á gestum og hefur ekki mikin tíma að undirbúa komu þeirra

Fékk góðar vinkonur í heimsókn um daginn og dró fram ýmislegt sem leyndist í frystinum
Skellti í Önnubollur sem eru svo fljótlegar og góðar
Dró líka fram rice krispies kökur sem eitt af uppáhaldinu mínu
Síðan var ég með bláberjamöffins, skinkuhorn og kanilsnúða


Friday, March 23, 2012

Kökur í ísbrauðformi

Eins og ég hef sagt áður þá á ég ofur myndó vinkonur, fékk þetta hjá einni um daginn

 
Hún bakaði semsagt köku í ísbrauðformi og setti síðan gott krem ofan á með bananabragði og skreytti
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hérna uppskrift frá henni Betty vinkonu okkar, sjá hér

Síðan gerði hún líka venjulegar cupcakes með kremi

Styttist í að ég eigi afmæli, var þar af leiðandi að koma úr allt í köku þar sem ég var að græja mig fyrir kökupinnagerðina

Thursday, March 22, 2012

Karrýfiskur

Enn og aftur er ég að prófa mig áfram með hollar og einfaldar fiskuppskriftir og í þetta sinn var það karrýfiskur

Öllu skellt saman í eldfast mót og inn í ofn


Hráefni fyrir 2:
300-500 gr. hvítur fiskur
ca. hálf dolla 5% sýrður rjómi
dass af karrý eftir smekk
dass af piri piri kryddi eftir smekk
Broccoli og blómkál

Aðferð:
Hita ofninn í 180 gráður og raða fiskflökum í eldfasta mótið
Hræri saman sýrðum rjóma, karrý og piri piri (mér finnst það þurfa vera bara eftir smekk bragðið)
Skelli blöndunni yfir fiskinn og inn í ofn með grænmetinu


Einfalt, gott og gamaldags - það má stundum

Wednesday, March 21, 2012

Out and about

Fór á Jamie's Italian í Glasgow og það var æði.
 


Mæli ég bara með að þið gerið réttinn frá Jamie sem ég póstaði um daginn, sjá hér , enda algjör stemmings matur hjá honum Jamie.


Fékk líka innblástur í eftirrétti sem ég mun prófa á næstunni, en til vinstri á myndinni fyrir neðan er cookie dough með ís.....hljómar vel ekki satt?

 Cookie dough og ís & eplakaka og ís
Classic brownie, ís og karmellu og súkkulaði sósa klikkar seint

Fann líka litla sæta búð með þessari uppstillingu

Kjút ekki satt?

Bakstur

Er svo spennt, var í útlöndum og verslaði mér þessu fallegu Pyrex möffins mót og kökupinnamót



Saturday, March 17, 2012

Kókoskjúklingur

Gerði nýjan kjúkling í gærkvöldi
Mér fannst hann geðveikt góður og sé mikla möguleika að nota marineringuna í salat í sumar en betri helmingnum fannst hann ekki eins góður - spurning hvort það er eitthvað í honum sem hann fílaði ekki eða hvort hann hafi verið of sætur og stelpulegur fyrir hann.


Er súpereinfalt eins og allir réttirnir sem ég geri

Hráefni:
Kjúklingabringur
5% sýrður rjómi
Mangó chutney í krukku
Kókosmjöl
Piri Piri krydd

Aðferð:
Set ofninn á 185 gráður með blæstri
Sker bringur í minni bita og set í eldfast mót.
Hræri saman ca. hálfri dós af sýrðum rjóma, 1,5 tsk mangó chutney og dass af kókosmjöli. Set líka piri piri krydd til að gera smá sterkt bragð.
Í raun er þetta bara eftir smekk hvað hver vill og þess vegna er ég ekki með nákvæm mál.

Skelli þessu yfir kjúllann og síðan inn í ofn í 35 mín
Gott salat með.

Mun klárlega gera þessa marineringu í sumarsalat með jarðaberjum og mangó í framtíðinni

Friday, March 16, 2012

Vinkonuhittingar II

Ég á svo myndarlegar vinkonur

Reyndar spurning hvort þær séu OF myndarlegar því mér var boðið í heitan brauðrétt seinnipartinn hjá einni í gær og um kvöldið var mér boðið í cupcake hitting hjá annarri

Namminammm

Önnubollur

Fékk svo góðar bollur hjá vinkonu minni um daginn og hún var svo góð að gefa mér uppskriftina og heita því bollurnar Önnubollur henni til heiðurs (búin að breyta uppskriftinni smá)

Hingað til hef ég gert reglulega brauð sem er mjög svipað þegar ég á von á gestum í kaffi eða er sjálf á leið í kaffi með veitingar. Finnst samt meiri stemming og kósýheit að gera bollur.
Gerði þessar einmitt í gær og fór með til ömmu minnar og í dag þegar ég fór að hitta stelpur.


Hráefni:

-6 dl. heilhveiti
-1 dl.haframjöl
-2 dl. blönduð fræ (ég nota 5 kornablöndu, sólblómafræ og graskersfræ)
-3 tsk.lyftiduft (vínsteins eða royal)
-1 tsk. salt
-3 dl.AB-mjólk
-3 dl. sjóðandi vatn

Aðferð:
Bakað á 200°c í 20-25 mín á undir og yfir hita. 
Þurrefnin sett fyrst og blandað með skeið, síðan er vökvanum bætt við og hrært rólega. Passa að hræra ekki of mikið því þá eiga þær til að verða of seigar.
Er mjög blautt deig.
Sett síðan með matskeið á bökunarplötu og nokkur fræ sett ofan á til skrauts. 
Ég fæ 14-16 bollur úr einni uppskrift.

Wednesday, March 14, 2012

Tex Mex fiskur

Er núna komin á það stig að vera gjörsamlega uppiskroppa með aðferðir að elda fisk. Náði þó að klóra fram eina nýja og súperauðvelda í gærkvöldi og einmitt úr hráefni sem er alltaf til í ísskápnum hjá mér.
Svona lítur þetta út áður en ég skellti þessu í ofninn


Hráefni:
-300-500 gr. fiskur
-Tex Mex smurostur (ég notaði svona 1/4 af öksjunni)
-5% sýrður rjómi (notaði svona 1/3 af öskjunni)
-Piri piri krydd
-Frosið broccoli
-Frosið blómkál

Aðferð:
Hræri saman Tex Mex ostinum, sýrðum rjóma og piri piri kryddi
Set fiskinn í eldfast mót
Smyr blöndunni á fiskinn (ég nota frosinn fisk, ef ég væri með afþýddan fisk þá myndi ég bara þynna blönduna með vatni til að setja yfir)
Raða síðan grænmeti í kring og inn í ofn

SÚPERAUÐVELD eldamennska og bragðgott

Tuesday, March 13, 2012

Spínat-tortillur

Er með ÆÐI fyrir spínati þessa dagana. Borða það í nánast öll mál. Byrjaði m.a. morgunin á Spínatmangóbombunni  sem ég bloggaði um daginn

Súper einfaldur kvöldmatur eða hádegismatur fyrir þá sem gera spínatkjúllann sem ég bloggaði um í gær.

Hráefni: 
Kjúklingur frá kvöldinu áður, sjá hér
Heilhveititortillur
Tex Mex smurostur
5% feta ostur
Agúrka
Spínat

Aðferð:
Tortillur eru settar á bökunarplötu með bökunarpappír, miðjan á þeim er smurð með Tex Mex osti, kjúklingurinn skorinn í bita og settur á ostinn, smá feta osti dreift yfir. Sett inn í ofn í smástund þar til osturinn bráðnar. Spínati og gúrkum skellt yfir og lokað með tannstöngli

Svona lítur þetta út eftir að þetta kemur úr ofninum

Síðan er gúrkum og spínati skellt yfir þetta
Brotið saman og fest með tannstöngli

Pizza

Ég bloggaði um daginn um túnfisk pizzuna sem er svo góð og auðveld.

Þessi er enn einfaldari og ég geri hana oft í hádeginu og ef ég fæ óvænta matargesti og nota sem forrétt þegar ég hef bara gert ráð fyrir tveim í mat.

Aðferðin við þessa er eins og hin.

-Heilhveiti tortilla
-Pizza sósa
-Kjúklingaskinka (hef sleppt henni þegar ég á hana ekki)
-Kotasæla
-Svartur pipar

Þetta er endalaust gott, hollt og stútfullt af próteini

Monday, March 12, 2012

Spínatkjúklingur

Kjúklingur er eldaður nokkrum sinnum í viku á þessum bæ og þessi er sígildur.

Áður en þetta er sett í ofninn

Hráefni fyrir 2:
2 kjúklingabringur
Spínat
5% Feta ostur
Svartur pipar

Aðferð:
Sker kjúllann í nokkra bita í eldfast mót, mala svartan pipar yfir. Set síðan slatta af spínati fyrir og slatta af 5% feta osti.
Inn í ofn í ca. 30 mín.


Hugsa að þetta gerist ekki auðveldara

Túnfisks"pizza"

Ég elska túnfiskspizzur, hef gert þær í mörg mörg ár.
Var vön að baka hana sjálf úr spelti eða heilhveiti en núna nýlega fór ég að prófa mig áfram með tortillur.

Maður er svo endalaust snöggur að gera tortillupizzur því ég á alltaf hráefnið í ísskápnum þannig þetta er fljótlegur hádegis eða kvöldmatur.

Áður en pizzan fer í ofninn

Hráefni í eina pizzu:
1 stk heilhveiti tortilla
Pizzusósa
1 dós túnfisk í vatni (nota stundum hálfa ef ég er að gera mat fyrir tvo)
1 hvítlauksrif
2-3 kirsuberjatómatar
Kotasæla
Svartur pipar

Aðferð:
Skelli tortillunni á bökunarplötu með bökunarpappír og inn í ofn í smástund þar til hún verður stökk.
Set pizzusósu á þegar tortillan er orðin heit og stökk
Passa að taka allan safa af túnfisknum (ef hann er of blautur þá verður allt svo blautt og mikið jukk). Skelli honum síðan á, set fullt af kotasælu eftir smekk, síðan tómata og hvítlauk og svartan pipar.
Sett inn í ofn í svona 5-10 mín. Fer eftir því hversu crunchy maður vill að pizzan verði.

Pizzan komin úr ofninum og orðin crunchy

Mér finnst þetta rosalega gott og þetta er alveg endalaust hollt og stútfullt af próteini.

Friday, March 9, 2012

Kökupinnar

Vinkonuhittingar eru alltaf svo dásamlegir og alltaf gaman þegar maður prófar að baka eitthvað nýtt.

Vinkona mín bauð okkur í frumraun sína á kökupinnum
Mikið voru þeir góðir, og alveg það góðir að núna er ég veik að fara gera svona og þessi form eru efst á óskalistanum
Þetta er bara svo endalaust fallegt á borði og skemmtilegt
Alveg möst í næsta afmæli

Súkkulaðihúðaðir ávextir

Eitthvað sem ég geri alltof sjaldan en finnst samt sjúklega gott.



Ég elska súkkulaði og gæti borðað það í öll mál en það er ekki alveg í boði þannig þá er gott twist að húða ávexti þótt mér finnist vínber og jarðaber gott eintómt þá verður það einhvern veginn meira nammi svona.

Thursday, March 8, 2012

Morgunsmoothie

Þennan er ég búin að drekka í mörg ár.



-frosin jarðaber
-frosin hindber
-banani
-sódavatn (var aðgengilegt í vinnunni og hérna heima á ég soda stream vél)

Síðan prófaði ég aðra útgáfu hérna heima um daginn því ég átti ekki allt hráefnið.

-frosin jarðaber
-frosið mangó
-mangósafi frá Pure heaven

Jamie Oliver kjúklingafingramatur

Ég fékk þetta í matarboði um jólin, þetta var svona ekta stelpuboð, stelpur, hvítvín og mikið spjall. Alveg tilvalið að vera með svona skemmtilegan mat í skemmtilegu boði.

Ég ákvað síðan að halda upp á bóndaginn í fyrsta skipti núna í ár og prófa þetta. Hentaði líka við það tilefni þótt hitt hefði verið aðeins fjörugra.



Þetta er tímafrekt að mínu mati en alveg þess virði við rétt tilefni. Ég breytti aðeins uppskriftinni til að auðvelda mér lífið.

Byrjum á því að gera satay sósu


Satay sósa:
1 red chili ferskur eða piri piri krydd
1/2 – 1 hvítlaukur
3 fullar skeiðar af crunchy hnetusmjöri
Soja sósa
2 cm fersk engifer
2 lime

Setjið chili/piri piri í matvinnsluvél með hvítlauknum, hnetusmjöri, smá soja, grófsaxað engifer, börkin af báðum lime-unum og safa úr annarri. Þeytt í matvinnsluvélinni í þykkt mauk, má bæta við smá vatni ef þörf er. Þessu er síðan skipt í tvennt. Annar helmingurinn er settur á kjúklinginn og hinn settur í skál og borin fram með öllu saman.

Kjúkklingurinn:
4 kjúklingabringur
Kjúklingabringurnar eru skornar í litla bita og helmingnum af satay sósunni blandað við í eldfast mót.
Sett inn í ofn á grillstillingu (200-225 gráður) í 8-15 mín. Fer allt eftir ofnum og ég á það líka til að ofelda kjúkling því mér finnst hann betri og öruggari þannig út af salmonelluhættu.

Núðlurnar:
Í uppskriftinni eru eggjanúðlur en ég notaði bara einn lítin pakka af núðlum svona sem fylgir msg salt og fæst m.a. í bónus
½ rauðlaukur
1 fersk rautt chili/piri piri krydd
3-4 tsk af soja sósu
1 lime
1 tsk hunang

Setið núðlurnar í skál og hellið heitu vatni yfir og látið standa í 6 mínútur eða farið eftir leiðbeiningum á pakkningu á núðlum.
Næst skal setja laukinn, chili í matvinnsluvél þannig að það er fínsaxað. Þegar það er komið þá skal blanda saman mixinu. 
Kælið núðlurnar og þurrkið. Setjið svo í mixið.

Hnetur:
Ósaltaðar kashew hnetur eru muldar og sett á pönnu á lágum hita þar til þær verða smá brúnar á lit. Næst er sett hunang út í og ristað þangað til gylltur litur er kominn á.

Kínakál:
2 búnt af kínakáli
Blöðin af kínakálinu er tekin niður og sett á disk

Þá er þetta tilbúið og allt sett í sitthvoru lagi á borðið og fólk býr sjálft til sínar "tortillur" og borðað með hnífapörum eða í höndunum.

Algjört möst að hafa smá hvítvín með

Fljótleg eftirrétta "BOBA"

Mér finnst ég lenda oft í eftirréttarkrísu, er eitthvað sein fyrir, hef takmarkaðan tíma o.s.frv.

Eini eftirrétturinn sem súper fljótlegur og slær alltaf í gegn er ávaxtabomban.


Við vinkonurnar notum þetta mjög mikið og fæst hráefnið oftast allt í bónus

Hráefni:
Marengsbotn frá Bónus (ég nota hvítan)
1 peli rjómi
4 kókosbollur í pakka
2-4 kiwi
1 askja af jarðaberjum
1 askja af bláberjum (hef alveg sleppt því ef verðið er of hátt eins og stundum á veturna)

Síðan ef þú vilt fara alla leið í óhollustunni þá er gott að setja 1 stk mars súkkulaði og 1 stk snickers líka

Aðferð:
Best er að gera þetta allt með höndunum svo það er vissara um að þvo sér vel áður eða nota latex hanska.
Brýt botninn niður í litla bita og set í eldfast mót, þeyti rjómann og set yfir, brýt kókosbolluna niður og legg ofan á rjómann, sker ávextina í hæfilega bita og legg yfir.
Ef mars og snickers er notað þá er það bara skorið í litla bita og hent yfir
Best að gera svona 5-12 tímum áður en þetta er borðað

Einfaldari eftirréttur finnst varla

Wednesday, March 7, 2012

Spínatmangó bomba

Gerði svo góðan morgunsmoothie í gær

Mjög einfaldur ef maður á hráefnin

-spínat
-frosið mangó
-mangósafi frá pure heaven

Allt sett í blandara eða töfrasprota (nýja uppáhalds heimilistækinu mínu)